Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 28
hverrar, sem heldur upp á það, sem gælir við
það, talar og brosir til þess og er nálægt því
meðan það vakir.
Smábarnið þarfnast sérstakrar gæzlu,
livort sem það er heima eða arinars staðar.
Það má vera frænka, amma, nágranni eða
vinkona, sem móðirin þekkir og treystir.
Komi ný stúlka á heimilið, þá þarf móðirin
að kynnast henni áður en hún skilur barn-
ið eftir hjá henni. Aðalatriðið er að fóstran
sé ástúðleg og hafi ekki einsömul undir
hendi fleiri en 2—3 lítil börn. Auk þess ber
að gæta að hún gæti barnanna frekar vegna
þess að henni þykir vænt um börn en vegna
peninganna, sent hún fær fyrir það.
Það er auðvelt að telja upp alla þá kosti,
sem maður vildi, að fóstra barnsins síns
hefði til að bera. En þegar út í það fer, að
velja úr því fáa fólki, sem kostur er á, verð-
ur maður að láta sér nægja nokkur aðalat-
riði.
Skapferli fóstrunnar hefur mest að segja.
Hún þarf að vera vingjarnleg, skilningsgóð,
þægileg og örugg í framkomu gagnvart
barninu. Frekar skal dæma eftir viðmóti
hennar í návist barnsins, en jrví sem hún
segir um uppeldisreglur sínar. Það er mjög
algengt að foreldrar leiti fyrst og fremst að
fóstru, sem hefur mikla reynslu. Það er líka
eðlilegt, að þau séu öruggari með konu,
sem veit alveg hvað á að gera þegar veikindi
eða óhöpp steðja að. En slíkt er mjög
skammur þáttur í líli barnsins. Það eru mín-
úturnar og klukkustrindirnar á hverjum
degi, sem mest hafa að segja. Reynslan er
góð, þegar henni fylgir réttur persónuleiki.
Hún er lítils virði hjá þeim, sem lélega skap-
gerð hafa. Hreinlæti og varkárni eru aðeins
meira virði en reynslan. Samt er nokkuð
margt fremur óhirðusamt fólk, sem er að-
gætið þegar meiru máli skiptir.
Á aldrinum 1—3 ára krefst barnagæzlan
minni tíma en öllu meiri skilnings en á
fyrsta árinu. Barnið hefur gott af því, að
umgangast önnur börn. Nú er það einstakl-
ingur, sem hefur sínar eigin hugmyndir,
og þarf að fá tækifæri til að vera sjálf-
stætt. Það þarf að stjórna því með lagni,
því að börn verða treg og æst við þá,
sem sýna jreim ofríki. Kona, sem vantar
sjálfstraust, getur orðið ráðalaus með að
stjórna barni. Sú, sem kæfir j>að með urn-
hyggju sinni, hindrar þroska ]>ess. Ennfrem-
ur fara börn á jtessum aldri að treysta á eina
eða tvær manneskjur, sem þeim eru kærar
og það raskar ró jreirra, ef þær liverfa eða
eru alltaf að skipta um. Á þessum aldri
barnsins er sízt ráðlegt að móðir fari að
vinna að lieiman.
Leikskóli eða gott dagheimili er bezta
úrlausnin fyrir börn á aldrinum 2—3 ára.
Hins vegar getur vinnutíma móðurinnar
verið þannig háttað, að hún getur ekki tek-
ið sjálf við barninu strax er skólanum lýkur
á daginn og lrver á að gæta Jress þegar jrað er
veikt? Bezt er fyrir báða aðilja, að móðirin
fái vinnu, sem leifir lienni einhvern hluta
dagsins með barni sínu.
Á aldrinum 3—6 ára þarfnast barnið enn-
þá mikillar aðbúðar og skilnings af hendi
liinna fullorðnu. Ef móðir þess vinnur mest-
an liluta dagsins og barnið er á dagheimili,
þá verður því að finnast að fóstran eigi j>að
líka. Þess vegna eiga fóstrur dagheimilanna
ekki að hafa ábyrgð á fleirum en 8—10 börn-
um. Á þessum aldri laðast barnið miklu
frekar að fóstru, en þegar það er tveggja
ára. Barnið þarf samt að finna, að jrað er
einhver heirna fyrir, sem því þykir vænt urn,
jregar skólanum er lokið.
Eftir 6 ára og einkum eftir 8 ára aldur
leitar eðli barns sjálfstæðis og það nýtur
]>ess. Það sækir til fullorðinna (sérstaklega
góðra kennara) og til annarra barna, fyrir-
myndir sínar og félagsskap og getur komizt
af, svo fleiri stundum skiptir, án þess að
leita til sinna nánustu.
Það er hætt við því, að móðir, sem stundar
vinnu að heiman, heillist til að gefa barni
sínu alls konar gjafir og láta alla hluti eftir
því, hvað sem hennar högum líður, og vfir-
leitt lofar Jrví að komast upp með allt, vegna
100
MELKORKA