Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 32

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 32
burður liggur hér vel við, en er ákaflega villandi, því þótt merkilegt sé á hárgreiðsl- an jalnt sem rykkilínið við hinn prestlega skrúða. Á lrinu endurreista altari í Hera- kleion stóðu ekki einungis léttkíæddar prestgyðjur nreð orma í lyftum höndum, Jieldur skrúðarnir einir hvorum megin á örmum krossins. Við vitunr lítið um fólkið senr skapaði þessa menningu, liversu vel sem við þekkj- um andlitsmyndir þess, höfuðlag, líkams- byggingu, klæðnað, liárgreiðslu og um- hverfi. Það mannkyn, sem gekk hér um á liljuengjum og blómstigum, er liðið undir lok, mál þess er ókunnugt, skrift þess lrefur ennþá ekki verið skýrð, að nokkru leyti vegna erfiðleika á því að þýða óþekkt mál og énnfremur vegna þess að gamli útskýr- andinn vill ekki ljá Axel Persson frumtöfl- urnar sem ritmálið er höggið á. En svo mikið vitum við þó, að um stærstu and- stæðuna milli þessa menningartímabils og þeirra sem á eftir koma fáum við skýrasta hugmynd með því að bera sanran þroska og aðstöðu konunnar á báðunr þessum tíma- bilum. Við þurfum ekki annað en að bera saman útlit Kríteyjarkonunnar og hinnar matrónulegu grísku konu, lrinn tággranna líkama ungu íþróttastúlkunnar í Knossos sanran við Venus frá Mílanó, holduga og þunglamalega, senr uppfyllir fegurðarliug- sjón ættarhöfðingjans, þá verður sitt lrvað ljósara fyrir nranni. Ef yfirleitt eitthvað er rétt í því, sem áður lrefur verið haldið fram unr móðurveldið og sérkenni þess, þá liljóta Kríteyingar ein- mitt á nresta blómatímabili menningar sinnar, að hafa búið að nokkru við slíka þjóðfélagshætti. Hið nána samband við náttúruna hlýtur að hafa átt sér stað, það skhr í gegn jafnvel í Irinu fágaða listhand- verki, senr birtist í leirkerasmíðinni og kalkmálverkunum. Menn hafa brotið mikið heilann um hina friðsömu menningu Krít- ar. Má segja að þeir lrafi teflt djarft, sér- staklega ef það er rétt að Kríteyingar hafi 104 sýnt þá ógætni og skort á stjórnkænsku að heinrta í skatt, jafnframt Jrví senr Jreir voru vopnlausir, yngisnreyjar og sveina á gríska meginlandinu. Það er fornminjafræðingunum ráðgáta að Knossos skuli tvisvar liafa eyðilagzt og jafnazt við jörðu en verið engu að síður reist í annað og þriðja sinn án víggirðinga. Og menn lrafa sagt: „Þeir hafa auðvitað treyst á sjóflota sinn“ en Jrað eru ekki annað en tilgátur. Því sjófloti hindraði i hvorugt skiptið innrás og eyðileggingu. Eirn frenrur liafa menn getið sér til að Knossos liafi í tvö fyrstu skiptin hlotið að eyðileggjast af náttúruumbrotum og aðeins í síðasta sinn af völdunr óvina. Þessa tilgátu studdi lrinn fyrrnefndi tyrkneski yfirumsjónarnraður á safninu nreð eftirfarandi orðum: „Krítey- ingar hafa ekki getað verið þeir heimskingj- ar að fara að reisa við tvisvar óvíggirtar borgir, ef þær liafa verið lagðar í rúst af völdum óvina.“ Þetta var ágizkun ekki alls ólík Jreirri er kenrur fram í safnskránni við þjóðminjasafnið í Aþenu, Jrar senr skýrt er frá, að liinar glæsilegu konur senr sjást vera að tala saman á einu frægasta kalkmálverk- inu séu að trúa lrvor annarri fyrir ómerki- legum leyndarmálum.“ Fornminjafræðing- arnir vita að minnsta kosti, að konurnar á Krít röbbuðu saman við lrátíðleg tækifæri fyrir 4 þús. árum, þótt þeir lrafi ekki getað lyft hulunni af neinu öðru. Þegar ég hef verið að velta fyrir mér þeirri gátu, hversvegna þetta friðsama og óvarða menningartímabi 1 leið svo skyndi- lega undir lok, hefur nrér dottið í hug, að Kríteyingar hafi aðeins frá sjónarmiði okk- ar farið heimskulega að ráði sínu. Má vera að lrér sé um menningu að ræða þar sem öryggistilfinningin var eins inngróin og friðurinn eins sjálfsagður og okkur er nú öryggisleysi og styrjaldir. Hugsum okkur það hafi verið þessvegna að þjóðin hélt áfranr á sinni vopnlausu og friðsönru braut, neitaði að láta sér víti að varnaði verða og tók afleiðingunum meira að segja Jrar til MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.