Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 7
þó þegar greinilega sjá áhrif þess á bús- áhaldamarkaðinum. Nú auglýsa lramleið- endurnir búsáhöld „af H. F. í. gerð“ eða „nreð meðmælum frá H. F. í.“, og án efa koma þessar nýju gerðir af hnífum, upp- þvottagrindum, dósahnífum, þeyturum, grænmetiskvörnum o. s. frv. til þess að út- rýma öðrum lakari gerðum á fáum árum. Þetta sýnir hvaða áhrif kvenþjóðin getur haft þegar hún vill. I upphafi sagði ég að mér hefði fundizt um lítið nýtt að ræða á þessari sýningu. Aft- ur á móti gaf hún ágætt yfirlit um hvað til er og hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Og eins og svo oft áður komst ég að þeirri nið- uistöðu að tæknin er til, en svo er það póli- tíkin, bæði stórpólitíkin og pólitíkin í hverju landi fyrir sig sem ákveður, hvort Jressi tækni verður notuð í þágu allra eða einungis fárra útvaldra eins og nú tíðkast. En að Jrví verður ekki unnið í alvöru fyrr en kvenþjóðin er farin að hafa hönd í bagga með á Jrjóðarbúinu. Gleymum ekki réttindamálunum Eftir Nönnu Ólafsdóttur Það er athyglisvert fyrir í hönd farandi kosningar að meira er ritað unr kvennafram- boðin en dæmi eru til um áður. A Jxó eng- in kvennanna öruggt þingsæti frekar en áður. Það dylst engum að áhugi blaðanna er ekki fyrir konunum, sem frambjóðendum, lieldur fyrir konunum sem kjósendum. Stjórnmálaflokkar á biðilsbuxum eru ekki hljóðlaus fyrirbæri, og óvenjumikill hávaði út af kvennaframboðum er aðeins af einni rót runninn. Pólitísku flokkarnir eru farnir að skilja, að framhjá konunum verður ekki lengur gengið, án Jiess að liljóta verra af. Svo góða greind ber að virða. Hitt ber og að Jrakka, að áróður flokkabláðanna fyrir þessar kosn- ingar, livers fyrir sínum kvenframbjóðanda, hefur vakið atliygli allra landsmanna, svo að héðan í frá þurfum við tæpast að óttast að konurnar gleymist alveg í framboðin. Þess Jjarf þó ekki að vænta að flokkarnir sýni beinlínis örlæti við úthlutun Jringsæta til kvenfólksins í framtíðinni. Konurnar verða Jjví að vera á verði hér eftir sem hingað til. Samt verður að telja þessa kosningabaráttu sigur, að |)ví leyti, að þeirri kröfu kvenna að fá fulltrúa á Jjing, hefur vaxið fylgi, fyrst og frernst meðal kvenna sjálfra. Það standa því vonir til að þær láti ekki bola sér frá meira og Jregar Jrær loksins eru komnar af stað, þá mega hinir stóru fara að vara sig. Full- komin þátttaka kvenna í þjóðmálum er það markmið, sem keppa ber að, bæði vegna kvennanna sjálfra og vegna almenningshags. Á næstu þingum verða rædd ýms hags- munamál kvenna. Frumvarp Hannibals Valdimarssonar um réttindi kvenna (sjá 1. tbl. þessa árg. af Melkorku) kemur án efa fram í dagsljósið aftur. Þá eru breytingar á tryggingalöggjöfinni, breytingar á skattalög- gjöfinni o. fl., o. fl. Ættu konur að fylgjast vel með störfum næstu þinga Jxegar Jxessi mál konra til umræðu. Það er lítil fyrirhöfn, senr launast ríkulega. Þá er og annað mál, sem einnig verð- skuldar athygli. ísland er aðili að menn- ingarmálastofnun Sameinuðu Jrjóðanna (UNESCO) og hefur sem slíkt samþykkt mannréttindayfirlýsingu hennar. I yfirlýs- ingunni stendur m. a. Jjetta: „í stofnskrá sinni lrafa Sameinuðu Jrjóð- irnar lýst ylir trú sinni á grundvallarat- MELKORKA 79

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.