Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 29
Kafli úr Vekjaraklukkunni
Eftir Elin Wiigner
Eftirfarandi greinarkafli er tekinn úr bókinni Vackarklocka eftir sænska rithöfundinn Elin Wagner. Bók þessi
hefur vakið mikla eftirtekt, meðal annars vegna þeirra skoðana höfundarins, að móðurveldi eða matriarkalt þjóð-
skipulag hafi ekki einungis átt sór stað á frumstæðastastigi mannkynsins, heldur hjá þjóðum á háu og glæsilegu
menningarstigi eins og íbúum Krítar, 1400 árum f. Kr.og ennþá lengra aftur í tímanum.
I goðatrú Grikkja og fornum sögnum er minnzt á völundarhúsið í Ivnossos og sagt frá, að níunda hvert ár hafi
Aþenumenn orðið að senda Mínosi Kritarkonungi í skattgjald sjö meyjar og sjö sveina, ætluð til eldis meinvætt
nokkurri er bjó í völundarhúsinu. Þeseifur konungsson bauðst til að frelsa Aþenuborg frá þessum hörmungum,
drap óvættina, komst út úr völundarhúsinu með leiðarhnoða, sem Aríaðna, liin fagra dóttir Mtnosar konungs, gaf
honum. Hann sigldi heim, en gleymdi að draga upp hvít segl til merkis um að ferðin hefði gengið að óskum.
Þegar faðir hans sá hann koma siglandi undir svörtum seglum, eins og þegar hann fór, varð hann sturlaður og
steypti sér í sjóinn.
Enski fornfræðingurinn Artlnir Evans hóf fornminjagröft sinn á Krít um aldamótin síðustu og gróf upp rústii
hallarinnar miklu i Knossos og síðan umhverfi borgarinnar. Fornminjafundirnir sýna að þarna hefur verið blóm-
leg og þroskuð menning, löngu áður en Grikkir komu til sögunnar. í Váckerklockan bendir Elin Wagner á að á
þessu menningartímabili sögunnar hafi vegur konunnar staðið með miklum blóma og áhrifa hennar gætt alls
staðar í þjóðfélaginu og að jafnréttisbarátta kvenna í dag sé jafnframt barátta fyrir réttindum, sem tröðkuð voru
niður af sigurvegurum nýrra þjóðfélagstímabila á löngu liðnum tímum.
Mörg skakkaföllin í lífinú bættust mér
upp þegar ég fékk tækifæri til að ferðast til
Krítar árið 1937, áður en síðasta eyðilegg-
ingin iierjaði þessa fögru eyju. Frá hinum
glæsilegu hofrústum við Kap Sunion á
Attíka hafði ég eitt kvöld mænt yfir sól-
roðið liafið í áttina til eyjarinnar Krít, sem
ekki var sýnileg. Hinir grísk-menntuðu
fylgdarmenn mínir minntu á það, að við
stæðurn einmitt á þeirn stað þaðan sem
svörtu seglin á skipi Þeseifs sáust út við
sjóndeildarhringinn þegar liann kom úr
leiðangri sínum frá Krít með hina frelsuðu
ungu sveina og meyjar heil á húfi. í kvöld
sáust engin skip, en eina af syðstu eyjunum
í eyjasundinu hillti léttilega upp í kvöld-
þess að hún þráir návist barnsins eða ásakar
sjálfa sig fyrir að vera svo lítið hjá því. Það
er ágætt, að móðir sé eðlilega ástúðleg við
barnið sitt, en hún má leyfa sér að hvíla sig
þegar hún er þreytt og ætlast þá til hæfi-
legrar tillitssemi barnsins og hún á að eyða
peningum sínum skynsamlega, m. ö. o. haga
sér í öllu eins og kona með fullkomið
sjálfstraust. Barnið metur hana því betur
þegar fram í sækir.
Sannarlega væri mikill sparnaður í því,
að ríkið greiddi öllum mæðrum ungi'a
barna, sem annars yrðu að vinna úti, sóma
santlegan lífeyri. Maður getur hugsað séi
sem svo að nytsamir borgarar í góðu jafn-
vægi eru það rnesta verðmæti, sem ríkið á,
og umhyggja góðrar móður á fyrstu barns-
árunum er bezta leiðin til þess að skapa þá
Það borgar sig ekki, að láta mæður ganga
til vinnn í kjólaverksmiðjum eða skrifstol
um og borga síðan öðru fólki, af laununi
sínum, fyrir léleg uppeldisstörf.
Guðrún G. Stephcnsen þýddi
MliLKORKA
101