Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 15
þess selcli hún nokkur málverk, er hún mál-
aði eftir pöntun, og gerði luin þetta til að
afla peninga til ferðalaga og bóka.
Eftir tíu ára hjónaband varð Victoría
frjáls. Hún varð alvarlega veik, uppskurður
var gerður á fæti hennar og hún lá rúmföst
í tvö ár. Þegar hún loks komst á fætur aftur,
var hún mjög veikburða og gat ekki hreyft
sig úr stað nema með því að nota hækjur.
Nú gat enginn gert kröfur til hennar fram-
ar, hún var örkumla og hafði að lokum öðl-
azt það frelsi, er hún hafði þráð og keppt
að í bernsku. Hún liugðist nú sjá fyrir sér
með ritstörfum. Það olli henni miklum
fjárhagsáhyggjum. Öðru hverju fékk hún
styrk og fjárgjafir og ýmsir vinir buðu henni
að vera hjá sér. Þannig var hún, meðal ann-
ars, lengi í Stokkhólmi. En einlægt neyddist
hún til að snúa sér al’tur að súpuskál póst-
meistarans í Hörby, og það kvaldi hana.
Henni miðaði líka mjög lítið áfram við
verk sitt. Hún fékk oft miklar þrautir og
sjúkleikinn neyddi liana þráfaldlega til að-
gerðarleysis. Hún ritaði blaðagreinar og tók
þátt í umræðum um mál líðandi stundar.
Hún vann að skáldsögunni Fru Marianne,
er hún vænti sér mikils af. Þjóðlífslýsingar
hennar, er birtust í ýmsum tímaritum,
vöktu rnikla atliygli flestra, enda þótt marg-
ir kvörtuðu undan hinu grófa málfari. Hún
skrifaði ætíð undir pennanafninu Ernst
Ahlgren og í flestum þessara ritsmíða er
ekki unnt að finna nein merki urn hönd
konunnar. Fyndni hennar er gróf og hún
hefur auga fyrir því skoplega við hvern at-
burð, sem er óalgengt í sænskri ritlist. Þvi
miður hafði hún ekki ástæður til að þroska
þessa eiginleika í persónulegum samskipt-
um við fólk. Óviðráðanleg feimni gerði
hana hjárænulega gagnvart nýjum kunn-
ingjum. Victoría Benedictsson átti marga
vini, en einn var henni þó kærastur, Axel
Lundegárd, er hún trúði fyrir óprentuðum
ritsmíðum sínum. En hún leitaði stöðugt
mannsins, er taka átti allan hug hennar. Það
var rómantísk þrá, er hún hafði um margra
ára skeið aliðt brjósti. Svo hittir hún Georg
Brandes í Kaupmannahöfn. Hann lifði eitt
af hinum mörgu atvikum ævi sinnar — hún
lifði liina einu miklu ást lífs síns. En hún
blygðaðist sín og fyrirleit sjálfa sig og af
þeirn sökum ásótti sjálfsmorðshugsunin
hana aftur. Sjúkleiki og fjárhagsáhyggjur
höfðu lamað hana að mun. Trúin á skáld-
skapinn liélt henni við. Oft liafði gagnrýnin
verið Iienni allt annað en hliðholl. En það
hafði aðeins Iivatt Iiana til að reyna að gera
betur næst. En gagnrýni sú, er eitt Kaup-
mannahafnarblaðið birti um skáldsögu
hennar Fru Marianne, var rothögg á rithöf-
undinn Ernst Ahlgren. Skáldsagan var þar
algerlega fordæmd. Konan Victoría Bene-
dictsson hafði lieðið marga ósigra, og lífinu
vildi hún einungis halda áfram sem Ernst
Ahlgren. En nú brást trú hennar þar einnig
og hún sá enga lausn aðra en sjálfsmorð.
Nóttina 23. júlí 1S8S lézt Victoría Bene-
dictsson á hóteli í Kaupmannahöfn. í
kveðjubréfi sínu til Axels Lundegárds
harmar hún mest að hún skuli ekki geta
haldið í hönd einhvers,vinar á banastund-
inni.
f hinu litla þorpi — Hörby, þar sem kona
póstmeistarans var eitt sinn höfð að bitbeini
yfir kaffibollanum, hefur nú verið reist
minnismerki yfir rithöfundinn Ernst Ahl-
gren, stolt bæjarbúa.
(Greinin er rituð fyrir Melkorku, en þýdd a£ J. Ó.)
XJm presta
Prestur nokkur heimsótti verkamannskonu, sem ný-
lega hafði eignazt sjötta barn sitt. Presturinn óskaði
hjónunum lil hamingju og sagði: Já, börn eru sannar-
lega guðs blessun.
Ó, já, jtað cr líka bölvað erfiði sem fylgir þeim, prest-
ur minn, sagði faðirinn.
Einn af þekktustu prestum Kaupmannahafnar átti
einu sinni að gifta stúlku, scm hann hafði bæði skírt
og fermt og sem hann hafði cigitilcga alltaf þckkt. Og
svo sagði harin við giftinguna öllum lil mikillar undr-
unar: Og það ætla ég að segja þér kæra Anna mfn, barn-
inu í þér máttu aldrei týna.
MELKORKA
87