Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 35

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 35
„Mon dieuj ég veit ekki,“ sagði hún. „Ég er orðin svo vön að drekka kampavín að eiginlega — Hvað er á boðstólum? Hvað drekkur íólk hér eigin lega?“ ,,Það er til Skoti og gin,“ sagði hann, „og ég liekl að amerískt viský sé til inni í borð- stoi'u. Það er mjög líklegt." „Hlægilegt!" sagði hún. „Maður gleymir hvað þeir heita þessir liræðilegu drykkir, sem fólk lætur í sig. Þegar ég var í Róm — Gin, held ég!“ „Og engifer-öl?“ sagði hann. „Q_uel horreur!“ sagði htin. „Nei, ein- göngu — hvað kallið þið það? — óblandað." „Ég verð enga stund,“ sagði liann, „og þó verður það of langt.“ Hann fór og kom að vörmu spori með tvö lítil glös, full af víni. Hann rétti henni annað glasið. „Merci mille fois,“ sagði hún. „Fjandinn sjálfur. Þakka yður fyrir, ætlaði ég að segja.“ Ungi maðurinn settist aftur við hliðina á henni. En liann horfði ekki á glasið í hendi sér. Hann horfði á ungu stúlkuna. „J’ai soif,“ sagði hún. „Mon dieu. Ég vona að yður finnist ekki ég bölva hræði- lega. Það er orðið mér svo tamt, að ég er Iiætt að taka eftir því. Og á frönsku finnst manni ekkert athugavert við það. Allir gera það. Það er ekki eins og maður sé að bölva. Dásamlegt. Hamingjan sanna, sterkt er það.“ „Það er gott fyrir því,“ sagði hann. „Marge hefur góðan mann." „Marge?“ sagði hún. „Góðan mann?“ „Að minnsta kosti,“ sagði hann, „er það ekki svikið." „Er það ekki svikið?“ sagði hún. „Hún hefur góð sambönd," 'sagði hann. „Það mundi ekki koma mér á óvart, þó að það kæmi beint úr skipi.“ „Talið ekki um skip!“ sagði hún. „Ég fæ svo mikla heimþrá, ég gæti dáið af heimþrá. Mig langar til að komast um borð í skip, á stundinni.“ „Æ, gerið þér það ekki,“ sagði hann. „Gerið það fyrir mig. Drottinn minn, þegar ég liugsa um það að ég hafði nærri hætt við að koma hingað. Svei mér, ég ætlaði ekki að koma. Og um leið og ég sá yður, vissi ég að ég hafði einmitt gert það eina rétta. Sjáið þér til, þegar ég sá yður sitja þarna og þenn- an kjól og — nú, ég liefði getað stungið mér kollhnís, og ekki meira um það.“ „Ha, þennan gamla kjól?“ sagði hún. „Hann er hundgamall. Ég fékk hann áður en ég sigldi. Ég hafði einhvern veginn ekki löngun til að fara í neinn af frönsku kjól- unum mínum í kvöld, vegna þess að — auð- vitað finnst engum athugavert við þá þar, en ég liélt að þessu New York fólki fyndist þeir dálítið djarfir. Þér vitið hvernig Par- ísarföt eru, svo frönsk.“ „Ég vildi óska að ég ætti eftir að sjá yður í ]reim,“ sagði hann. „Svo sannarlega---- Hvað er þetta, það er ekkert í glasinu yðaf. Ég sæki meira. Þér farið ekki á meðan. er það?“ Aftur fór hann og kom til baka, og aftur bar hann glös, full af litlausum vökva. Hann tók upp sína fyrri iðju, að horfa á ungu stúlkuna. ,,A votre santé,” sagði hún. „Guð, ég vildi að ég gæti hætt þessu. Skál! ætlaði ég að segja.“ „Síðan ég sá yður,“ sagði hann, „hef ég verið að brjóta heilann um eitt mál. Ég vildi óska að við gætum komizt eitthvað burtu héðan. Marge segir, að þau ætli að taka upp gólfteppin og dansa, og allir vilja þá dansa við yður, og ég kæmist aldrei að.“ „Mig langar ekki til að dansa,“ sagði hún. „Ameríkumenn dansa svo illa, flestir. Og ekki langar ntig til að verða kynnt fyrir fjölda manns. Það er svo erfitt fyrir mig að tala við fólk. Mér finnst ég ekki skilja livað það er að tala urn, síðan ég konr heim aftur. Ég liugsa að því finnist fyndnin sín skemmtileg, en mér finnst það ekki.“ „Við gætnm gert eitt,“ sagði hann, „ef þér vilduð. Við gætunr beðið þar til farið er melkorka 107

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.