Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 20
Eftir 10 ára dvöl erlendis Viðtal við Halldóru Briem, husameistara Meðal góðra gesta er heimsóttu ísland i sumar var Halldóra Briem liúsameistari. Hún er gift sœnslium lcckni, búsett i Stohkhólmi og hefur dvalið sarnflcytt 10 úr erlcndis. Frú Halldóra er eina islenzka konah sem er húsameistari. Hún er fjögra barna móðir og hefur unnið i mörg ár á teiknistofu HSB, sern er stærsla byggingarfétag í Sviþjóð. Er ekki gaman að sjá áttliagana, œttingja og vini eftir allan þennan tírna, spyr ég Halldóru. Jú vissulega, en eftir viku sjóvolk finnur maður bezt, hvað fjarlægðin er mikil, og livað langt frá öðrum þjóðum landið okkar liggur. En maður finnur einnig til þess eftir 10 ára útivist, hvaða kjarkur er í þess- ari fámennu þjóð á liinu hrjóstuga en stór- fenglega landi. Af hverju kemur þetta glað- lyndi, sem manni finnst liggja í loftinu, eins og ómi af söng? Er það af því að þjóðin í sinni hörðu lífsbaráttu lætur ekki smámunina á sig fá, heldur lætur hverjum Aðfangadagur dauða míns Drottinn, nær kemur að, hyl mig í undum hjarta þíns hef ég þar góðan stað. Eilífðar sælu ég svo jól jafnan lialdi með þér. Þá er upp runnin sú mér sól, sem ég þrái hér. N ú var síðasta kertaskarið að slokkna. Við buðum góðar nætur og fórum með fyrsta og síðasta jólatréð, er öldungurinn sá. degi nægja sína þjáningu. Kannski stafar kæruleysið og skeytingaleysið, sem maður rekur sig oft á, af sömu ástæðu, — því miður finnst mér ekki eins vel gengið um t. d. kringum suma sveitabæina og meðfram veg- um eins og maður sér alls staðar í Svíþjóð. En ánægjulegt var að sjá hve vel var byggt á mörgum sveitabæjunum og stórmerkilegt að sjá hin nýju heyþurrkunartæki, sem hljóta að létta vinnustritið í sveitum. Verður ekki allt hetur útlítandi þar sem sumrin eru löng og heit og gróðurinn alls staðar? Jú, auðvitað gerir það mikinn mun, tíðar- farið hefur sannarlega sitt að segja. Og í veðráttunni hér heima finnst mér það hljóti að vera dálítið erfitt fyrir liúsmóðurina í Reykjavík að halda krökkunum hreinum og hlutunum í kringum sig. — Ég var alveg búin að gleyma íslenzku rigningunni og forinni! Ég er með krakkana mína með mér og þau liéldu, að það væri vor núna um liá- Frh. á bls. 96 Halldóra Briem 92 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.