Melkorka - 01.11.1955, Qupperneq 8
átt höfðu allt: sitt í stríði og í fangabúðum,
konur voru þarna frá Nagasaki og Hirosíma,
negrakona frá bandaríkjum Norður-Ame-
r'íku, þarna var komin konan frá Ouradour-
sur-Glane, franska þorpinu þar sem allir í-
búarnir voru myrtir, nema hún ein slapp lif-
andi, konur frá Lidice og Stalingrad. Þarna
var koniin Monica Felton með sinn glað-
lega svip, og sóttist fólk eftir að ná tali
af lienni, það sópaði að henni, frú Rossi,
þingkona frá Ítalíu og Angela Minella,
og gneistaði lífskrafturinn úr hverri hreyf-
ingu. Griesemann Iiittum við eitt sinn og
áttum langt samtal við hana og hafði ég það
á tilfinningunni að ég þyrði að leggja allt
mitt ráð í liendur henni, það stafar frá henni
ró og kyrrð. Þó eru ótaldar kínversku kon-
urnar með Iieimsmenning-
una í látbragði og ind-
versku konurnar, sem beitt
hafa sér fyrir friðarmálum
í heiminum með þjóðhöfð-
ingja sinn, Nehru, í broddi
fylkingar, kóresku konurn-
ar og konur frá Viet Nam
og Indonesíu. Það kom há-
menning úr austrinu á þing-
ið.
Fróðlegt var að hitta annarra heimsálfa-
fólk með aðra siði og önnur trúarbrögð,
öðruvísi söngva og dansa, sömuleiðis drátt-
list, það var eins og opnaðist nýr menning-
arheimur þeim sem lengi hafa ekki þekkt
annað en hernumda mosaþúfuna með henn-
ar brokkgenga útvarpi og erlenda lægristigs-
útvarpsstöð. Ég verð að segja það, að mér
fannst lilutur hins „hreinræktaða kyns“ sem
hefur haft það að atvinnu að arðræna þessar
gömlu menningarþjóðir vera lítill hjá aust-
urlandamenningunni.
Nú vil ég gera eins og völvan forðum,
segja það ég veit og kann til þess að vekja
traust og tek nú til við að segja frá því merk-
isfólki sem sendi þinginu kveðju sína og
stendur með málstaðnum eða þorir að styðja
Monica Felton.
Anna Seghers
hann þótt hann sé „gegn almenningsálit-
inu,“ og má þar fyrst telja Elísabetu Belgíu-
drottningu, sem sendi bréf eitthvað á þessa
leið: „Ég fagna hugmyndinni að mæður
allra þjóða skuli hittast. Ég er hrifin af hug-
myndinni og vona að vald móðurástarinn-
ar muni verða yfirsterkara
valdi hins illa. Hatur og
þess verstu fylgjarar: stríð
atómstríð — geta valdið
endalokum mannkynsins."
Bréf bárust frá frú Irene
Joliot-Curie, frá Önnu Seg-
hers, rithöfundi, frá Naomi
Mitchison, brezkum rithöf-
undi, frá Olgu Borissovnu
Lepechinskaya, frá frú Raj-
mukari Amrit Kaur, heilsuverndarráðherra
Indlands, frá biskupsfrú íslands og mörg-
um, rnörgum fleiri.
Okkur var sýnt inn í stóran menningar-
heint og svo heim fátæktar, nýlendukúgun-
ar, allsleysis. Allir þeir sem berjast fyrir
frelsi sínu, skilja þessa hreyfingu og styðja
hana, svo og þeir sem berjast fyrir bættum
lífskjörum fyrir þjóð sína og fyrir þá sem
halloka hafa farið í lífsbaráttunni. Allir þeir
sem vilja berjast gegn stríði fylkja sér um
Itana, eða fyriraukinni menningu og mennt-
un þjóðar sinnar, hún gætir þeirra hags-
rauna. Hún ber uppi öll mannúðarmál, öll
sjálfsögðustu og nauðsynlegustu mál þjóð-
anna, sem ekki hafa náð fram að ganga. Hún
er gegn þeim sem græða á stríði og sem vilj-
andi eða óviljandi halda lífskjörum manna
niðri. Hún er gegn þeirra hagsmunum og
því er hún „gegn almenningsálitinu".
Við íslendingar fáum ekki að segja frá
þessu sjálfsagðasta máli í stærstu blöðum
okkar. En lítum til Indlands, indverska kon-
an Geeta Gosh sendir daglega fréttir til
stærstu indversku dagblaðanna. Þar er þetta
þing forsíðufrétt.
Nú er að segja frá ræðukonum. Nefni ég
fyrsta Mary Taylor, negrakonu, sem bar
72
MELKORKA