Melkorka - 01.11.1955, Síða 11

Melkorka - 01.11.1955, Síða 11
Frú Pritt frá Englandi situr í forsæti einn dag, glæsileg kona. Englendingarnir fagna henni ákaft. Hún er kona Pritts þess sem á sæti í heimsfriðarráðinu og er liann mála- færslumaður og hafði með höndum mál Kenyatta og fleiri. Englendingarnir sem sitja við hlið okkar segja, að aldrei hafi verið glæsilegri hjón né glæsilegra hjónaband í heiminum. Þau hafi bæði gefið sig að málstað lítilmagnans. Ensku konumar við hlið okkar segja frá þeim. Loks stynur ein þeirra: „Við verðum víst að þagna. Það á að fara að halda ræðu í salnum. En þegar ég byrja að tala um frú Pritt, ætla ég aldrei að geta þagnað." Frú Block, sem er formaður nefndarinnar gegn þýzkri hervæðingu er í forsæti tíma dags, lítil vexti, hvíthærð, mikil persóna. Við hlustum á raddir allra þeirra sem lið- ið liafa og þjáðst í stríði, skiljum að þessar konur muni berjast það sem eftir er ævinnar gegn stríði. Arabar og ísraelsmenn eru þarna f bróð- erni, negrar sem eru að byrja að stofna með sér félög til að heimta sín réttindi, glæsileiki Austurlanda sem frjáls eru orðin af hvítra- mannaherradómi og kúgun. Þama er ka- þólsk kona sem rekin var úr samfélagi ka- þólskra fyrir að mæta á þessu þingi. Negra- kona með barnið sitt í poka á bakinu. í hléunum má heyra austurlandasöng og sjá indverskan dans hér og hvar í hliðarher- bergjunum. Lausennekonur hafa undirbúið þingið mjög vel á ákaflega stuttum tíma, í stóru sem smáu. Eitthvað nýtt og merkilegt kem- ur fyrir utan hinnar ákveðnu dagskrár á degi. hverjum. Til dæmis býður borgarstjóri Lausanne formönnum nefndanna heim til sín í eftirmiðdagste einn daginn og heldur þar fallega ræðu um starfsemi kvenna í frið- armálum og sérstöðu Sviss utan við styrjald- ir þær, sem geisað hafa mestar í Evrópu. Lausannekonur sem slóðu að mótinu liafa líka kvöldboð fyrir liina fjölmörgu þing- gesti. Þar koma fram skemmtikraftar þings- ins, söngkona frá Svíþjóð, dansmær frá Venezuela, indverskur upplestur, söngur og spil, og þessi sérstaki indverski dans sem ég ætti aldrei að láta linna að mæra, týróladans, svissneskur söngur, ægifagur kxnverskur söngur, og man ég varla dæmi til slíks söngs. Og var hlutur Asíuþjóðanna þar mestur. Ása Ottesen ber sinn íslenzka búning með þeiiri reisn sem hann krefur, hún heldur ræðu á íslenzku sem er þýdd jafnóðum á ensku og dönsku og þýzku og eflaust öll þau tungumál sem þarna voru töluð í túlkna- lieibergjunum. Allir dást mikið að íslenzka búningnum og af henni eru teknar Ijöldi mynda og þykir okkar búningur allstaðar með þeim fegurstu. Það er ekki laust \ ið að við finnum til okkar að við eigum ennþá einhver þjóðai'einkenni, íslenzkan búning eins og enginn annar á, íslenzka tungu sem við ein getum varðveitt. Við getum nefnt til viðbótar gömlu rímnalögin, sem hafa þró- azt á sinn sérkennilega máta hjá oss. Við þingslit rísa sveiflurnar hæst, niður- stöðurnar eru birtar, samþykktir þingsins gegn stríði, með friði, menningu, tramför- um, bættum skilyrðum. Bréf sendir þingið til æðstu manna fjórveldanna sem eiga að hittast í Genf í vikunni næstri á eftir þing- vikunni í Lausanne. Bréf til Sameinuðu þjóðanna. í þessum bréfum má lesa vilja alls þingheims. Loks taka allir saman föggur sínar. Ég horfi á eftir íi'anskonunum sem hreyfa sig mjúklega meðfram borðunum, kvenlegar og logandi af baráttuhug að berja niður fátækt í landi sínu, vinna bug á barnadauða, gefa fátækum börnum að borða, fara í biúðkaup og opinbera staði og sýna myndir, hvergi smeykar vegna sinnar persónu, segja aldrei „ekki ég,“ heldur „ég skal.“ Og ég sé þær hverfa út í náttmyrkrið þessa sumarnótt. 7r> MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.