Melkorka - 01.11.1955, Síða 21

Melkorka - 01.11.1955, Síða 21
l’OTTALEPI’AR KARLMANNSTREFILL Uni 150 gr. meðalgróft ullargarn (13 lykkjur í munstri mælist 5 sm), prjónar nr. 3. Munstur: 1 pr.: 2 r, 1 br, endurtakið frá“, endið á 5r. 2. pr.: 1 r, „3 br, 3 r, endurtakið frá“, endið á 3 br, 1 r. 3. pr.: 2 br, „1 r, 5 br, endurtakið frá“, endið á 1 r, 2 br. Fitjið upp 89 lykkjur og prjónið munstrið um 110 sm, endið á 3. prjón munstursins. Fellið af. í kögur eru notaðir 15 sm spottar, en tveir eru hnýttir í aðra hverja lykkju á báðum endum trefilsins. Sama munstur má nota á fingravettlinga. Athugið að lykkjufjöldi á að vera deilanlegur með 6, og munstrið verður: 1. pr.: „5 r, 1 br.“ 2. pr.: 1 br, „3 r, 3br“, endið á 3 r, 2 br. 3. pr.: 2 br, „1 r, 5 br,“ endið á 1 r, 3 br. 4. pr„ „5 br, 1 r." 5. pr.: 1 r, „3 br, 3 r," endið á 3 br, 2 r. 6. pr.: 2 r, „1 br, 5 r," endið á 1 br, 3 r. í tuskupokanum er vafalaust eitthvert efni sem nota má í þessa pottaleppa. Það þarf að nota tvennskonar efni, t. d. rósótt og einlitt, senr fer vel með hinu rósótta, og auk þess dálítið flónel eða því unr líkt í fóður. Fyrst verður að teikna sniðið í eðlilegri stærð, en það er gert með því að nota rúðaðan pappír, þar senr rúðan er 1 snr á hverja hlið, og teikna sniðið þar í sanra hlut- falli og á myndinni. Kringlan er t. d. sniðin úr einlitu efni, tvisvar fyrir hvern lepp. Geirarnir eiga að vera tvisvar sinnunr sex úr rósótta efninu. Sex og sex geirar eru nú saumaðir saman hverjir um sína kringlu, eins og krónublöðin í blónri. Úr flóneli eða öðru þykku efni er sniðið fóður í heilu lagi. Seinast eru þessi þrjú stykki („rósastykki", fóður og „rósastykki") sett saman með því að brydda þau með skábandi úr einlita efninu og hanki saunraður í. í JÓLATRÉSPOKANN DÖÐLU-KONFEKT 11/2 bolli púðursykur 125—150 gr. döðlur t/2 bolli mjólk Möndlur Púðursykri og mjólk blandað saman og soðið við frekar hægan hita, þar til það er orðið svo þykkt, að það megi móta úr því, setji maður svolítið ofan f kalt vatn. Þá er döðlunum, sem eru smátt skornar, blandað saman við og soðið i 3—4 mín. og hrært í viðstöðulaust á með- an. Deigið sett á blautan bakka eða bretti, flatt svolítið út og möndlunum stráð yfir. — Þegar það er byrjað að storkna er það mótað í sívalar lengjur með deigum höndum. Lengjunum er svo velt upp úr kókósmjöli eða söxuðum möndlum og skorið í ræmur eða sneiðar. ÁJÓLABORÐIÐ KONFEKTKAKA 2 heil egg eru þeytt vel með 3]/2 kúptri matskeið af sykri, 50 gr kakó og 1 teskeið af kaffidufti. 250 gr. jurta- feiti er brædd og kæld, og gætilega hrærð út í eggin. Nú lætur maður alls konar góðgæti í deigið, hakkaðar rús- ínur, gráfíkjur, döðlur, súkkat, sultaðan appelsínubörk, hnetur o. s. frv. Seinast cr deiginu hellt í smámót eða grunnt kökumót, sem búið er að setja í smjörpappir. Áður en kakan er alveg stíf má skreyta hana með hálf- um möndlum. G. B. MFLKORKA 85

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.