Melkorka - 01.03.1958, Page 25

Melkorka - 01.03.1958, Page 25
hvernig þeir lieilsast, taka í nefið, súpa á bollunum og segja einhverja markleysu um daginn og veginn! Ég tala nú ekki um, ef hann Teitur ber saman stöku urn sjálfan sig og erfiðið í sveit- inni! Hún fer beina leið í útvarpið! Svona er alltaf mikið um að vera fyrir Teiti. Stundum korna til lians bráðókunnugir menn, til að samgleðjast honum út af þessu. Og náttúrlega gleðst Teitur líka með þeim, því að þetta eru rnenn, sem gera mikið veð- ur út af öllu eins og hann. Mér brá í brún, þegar ég vaknaði. Það verð ég að segja. Sé ég þá ekki Teit standa á miðju gólfi. Og feti framar stendur ó- kunnur maður, eitthvað svo skrítinn, með loðna kjálka en nauðrakaðar granir. Og nú var mikið um að vera fyrir Teiti: „Amrna mín,“ segir hann. „Þetta er hann Falur Fúsentes — ja, það er nú bara skálda- nafn, amma, en ég var að segja honum Fal frá minningaþáttunum þínum, og hann er svo intiresseraður í túlkun þinni, því að þið eruð alveg á sömu línu.“ Svona orðaleppar koma út úr Teiti, þeg- ar utansveitarmenn koma. „Talaðu svo maðurinn skilji, drengur," sagði ég. En Loðinbarði þessi skildi þá allt. Teitur sagði mér nú skilmerkilega, að ég fylgdi raunsæisstefnunni eins og nýtízku höfundar, og það þætti honum Fúsentes svo sniðugt, að hann vildi um fram allt fá að tala við mig. Ég vissi ekki, að ég fylgdi neinni stefnu og hafði ekki verið að hugsa urn neina stefnu, þó að mér dytti í hug að hripa nið- ur þetta, sem ég man frá fyrri árum. En Fúsentes sagði, að allir fylgdu ein- hverri stefnu, og ég fann, að ekkert þýddi að þræta við hann. Ég fór með þá fram í stofu og bað hana Siggu mína að liita þeirn kaffi. Þeir voru si- talandi, einkum Teitur. Hann var að segja 1'úsentes hitt og þetta til sannindamerkis um, að ég fylgdi þessari stefnu, sem hann f---------------------------------------->. GARCIA LORCA: „DÚFAN VILLTIST“ Hún villtist litla clúfan, hún villtist. Hún œtlaði í norðurátt en villtist þá í austurátt, og sýndist vera úthafið en það var þá akurinn, og sýndist vera himinninn en það var þá útliafið, og sýndist. vera nóttin en það var þá dagurinn, Hún villtist, og sýndist vera stjarnan en það var þá hrimið, og sýndist vera snjórinn en það var þá tíbráin, og sýndist vera skyrtan þin en það var þá kápan þin, og sýndist vera hreiður sitt en það var þá brjóstið þitt. Hún villtist. (Svo sofnaði hún við sjóinn, þú luítt uppi á grein.) Málfríður Einarsdóttir þýddi. V________________________________________/ nefndi. Þeir virtust ætla að sanna þetta upp á mig. Og ekki linntu þeir látum, fyrr en ég fór að segja Fúsentes sumt af þessu, sem ég sagði Teiti áður. Fúsentes sagðist vera öldungis undrandi yfir því, að svona gömul kona skyldi vera ofurlítið raunsæ. En þó varð hann fyrir von- brigðum. Teitur var búinn að fullyrða, að ég fylgdi sömu stefnu og liann. En Fúsentes sagði, að þetta væri ekki sín stefna, nema að litlu leyti. Hann sagði, að ég ætti að láta hann Sigurð minn drepa féð úr hor, til þess að geta fyrnt hey. Hann sagði h'ka, að ég Melkorka 25

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.