Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.10.2003, Qupperneq 21

Bjarmi - 01.10.2003, Qupperneq 21
varðveitir og verndar dharma, sem er eins konar alheimslögmál er allir hlutir byggja á. Lakshima heitir kona Visnu, gyðja fegurðar og hamingju. Shiva er aftur á móti tortímandinn, sá sem dansar hrunadans heimsins. Hann er svo hátt upp hafinn að oftast er hann tilbeðinn gegnum shakti, sem er samheiti á konum hans en um leið á einhvern dularfullan hátt líka hluti af honum. Guðirnir eiga sér mörg birtingarform, eiginkon- ur og börn. Öll eru þau tilbeðin. Segja má aö eiginkonur og birt- ingarform Visnu og Shiva séu mikilvægari en þeir sjálfir í til- beiðslunni. Birtingar Visnu á jörð- unni kallast avatar en avatar þýö- ir í raun „sá sem stígur niður". Á Visnu sér 10 fræg birtingarform, avatara og tengjast þeim öllum fjölmargar sögur er rekja afrek þeirra á jörðinni. Hver birting Visnu er gjarnan tilbeðin sem sjálfstæður guð ef þvi er að skip- ta. Áttundi avatar Visnu er hinn elskaði Krishna, sem var minnst á fyrr í tengslum viö Bhagavat- ghita. Konur Shiva eru margar og kallaðar einu nafni Shakti eins og fyrr segir. Þegar Shiva og Shakti eru sýnd i samförum eru þau í raun tákn fyrir þá reglu sem ríkir í heiminum. Frægustu konur Shiva eru þær Kali og Durga. Þær eru báðar miklar fýrir sér. Kali þýðir „hin svarta" og er birtingarform Durgu, þannig að í raun eru þær ein og hin sama. Kali er sérstak- lega tilbeðin í Austur-lndlandi á Bengalsvæöinu. Mikill átrúnaður var á henni til forna og eitt af höfuðmusterum hennar er aö finna i borginni sem er kölluð eftir henni og heitir Kaligath, eða Kalkútta samkvæmt okkar mál- skilningi. Upphaflega hefur Kalí verið perónugervingur tigursins og þá rennur okkur í grun skap hennar og ofsi þegar illa liggur á henni. Kali er talin vernda gegn hvers konar hættum sem á leið mannanna geta orðið og fórna áhengendur hennar geitum og blómum henni til heiðurs. En hún á sér sínar svörtu hliðar. Margir sértrúarhópar tengjast Kalí dýrk- uninni, sumir allóhuggulegir. Durga sjálf er hin eina sanna móðurgyöja hindúa. Stundum er hún grimm og ógnarleg. Henni var fórnað bæði dýrum og mönn- um á fyrri öldum rétt eins og Kali. Árlega er haldin mikil hátið Durgu til heiðurs er heitir Dur- gapuja og fer hún fram í október og nóvember, sérstaklega i Bengal héraðinu þar sem Kalí dýrkunin er hvað mest. Dúrga á sér mörg birtingarform. Hún er t.d. dýrkuð sem gyðjan Shitala, sú erverndar gegn mislingum, og Manasa verndar gegn snákabiti. IV. Brahman/Atman Upanisjadas þýðir í raun „hin leynda þekking" og telja hindúar Upanisjada ritin fela í sér leyndar upplýsingar um heiminn og tilvist hans. Þar greinir frá Brahman sem er eins konar alheimsafl sem býr að baki öllum hlutum og er allt í öllu. Það mætti kalla þetta afl guö, en ekki er um persónu- legan guö aö ræða, þ.e. Brahman er ekki persóna eða einstaklingur sem mennirnir geta leitaö til eða tjáð sig viö. Smátt og smátt þró- ast sú hugmynd í Upanisjadarit- unum að Brahman sé hinn raun- verulegi guð á bak við alla guð- ina, að þeir séu aðeins birting hans. Og alveg eins og Brahman er innsti kjarni tilverunnar, þá er innsti kjarni einstaklinganna í heiminum atman. Viö getum kall- að það guösneistann. Guösneist- inn, eða atman, lifir af líkams- dauðann. Og það sem meira er að Atman er það sama og Brahman, sem aftur þýöir að kjarni al- heimsins, Brahman, og kjarni ein- staklingsins, atman, er einn og sami hluturinn. Það segir sig sjálft, því Brahman streymir i gegnum alla hluti og þar með að sjálfsögðu líka okkur mennina. Yfir veröldinni hvílir blekkingar- hula sem kallast maya. Blekkingin felst í því að sá sem lifir i maya horfir á heiminn í kringum sig og heldur að heimurinn sé raunveru- legur, að allt hiö efnislega sé raunverulegt. En svo er ekki. Lífið og tilveran öll eru ekkert annaö en blekking og ímyndun. Aðeins Brahman er raunverulegt og sam- stæða þess, atman. Sá sem lifir i blekkingunni ástundar bahkti, þaö er hann þjónar guðunum og sýnir þeim lotningu og ást sína. Það er auðvitað gott og blessað en er samt aðeins þátttaka i blekking- unni. Sá sem skilur að heimurinn er blekking, leitar út fyrir blekk- inguna að hinu raunverulega og reynir að sameinast því. Um leið hafnar hann heiminum og öllu hinu veraldlega, allri sköpuninni. Hún er einskis virði og það sem í henni gerist sömuleiðis. En hvaö veldur þessari blekkingu sem við köllum heiminn? Jú, það er fyrir- bæri sem hindúar kalla Samsara. Samsara er hverfuleiki alls lifsins. Ekkert stendur í stað. Við fæð- umst, eldumst og deyjum og okk- Götumynd og hof- turnar í Kamchee- puran. Æðstur guða Upanisjadaritanna er Brahma. Brahma er eins konar sköp- unarguð. Hann er upphaf alls sem við sjáum, þeirrar blekkingar sem heimur- inn er samkvæmt hindúismanum, en svo fjarlægur að enginn leitar í raun til hans í tilbeiðslu og fá hof eru hel- guð honum. ur tekst aldrei að halda i hina hverfulu stund. Hverfulleikinn er aftur rót alls ills. Hinn efnislegi heimur er því heimur blekkinga og breytinga, þjáninga og óguö- leika. Hann er óæðri hinum and- 21

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.