Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2004, Page 8

Bjarmi - 01.12.2004, Page 8
Lilja Sólveig Kristjánsdóttir Myndirnar eru frá 100 ára afmælishátíð félagsins í Breiðholtskirkju 6. nóvember sl. Aldarafmæli Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík Við skulum hverfa eina öid aftur í tímann, til dagsins 9. nóvember 1904. Kiukkan erfimm síðdegis. Prúðbúnar konur safnast saman í húsinu Þingholtsstræti 11, heimili ungu hjónanna Guðrúnar Lárus- dóttur og Sigurbjörns Á. Glslasonar, guðfræðings. Eftirvænting liggur í loftinu. Það á að stofna nýtt félag fyrir konur, Trúboðsfélag kvenna. Hugmyndin er sú, að það geti orðið til að kynna kristniboðsstarf víðs vegar í heimin- um og styrkja það á einhvern hátt. Hvatinn Llklega hafa flestar konurnar, sem þarna komu saman, lítið vitað um kristniboð, þó að nokkrir áhuga- menn hefðu áður reynt að kynna það bæði í ræðu og riti. Ein konan vissi þó meira en hinar. Hún hafði dvalið um tima í Danmörku. Fyrir hvatningu tengdasonar síns, Sigur- björns, kynntist hún þar samtökum kristniboðsfélaga kvenna, sem safnaði fé til að styrkja kristniboð á Indlandi og víðar. Kona þessi hét Kirstín Pétursdóttir. Hún var eigin- kona sr. Lárusar Halldórssonar fyrrverandi fríkirkjuprests og dóttir Péturs Guðjohnsen organleikara, en ólst upp hjá Pétri Péturssyni, biskupi. Ásamt nánustu fjölskyldu sinni stofnaði hún til þessa fundar 9. nóvember 1904. Þrjár systur hennar og tvær dætur voru á meðal stofnenda félagsins, systurnar Anna Thoroddsen, Kristjana og Guðrún Pétursdætur og dæturnar Guðrún Lárusdóttir og Valgerður, sem þá var enn I föðurhúsum. Hún giftist síðar sr. Þorsteini Briem, en varð því miður skammlif. Allar þessar konur mótuðu starf hins nýja félags árum saman. Kirstín var lengi formaður þess, síðan Anna Thoroddsen og loks Guðrún Lárusdóttir til dánardægurs. Þær sáu stundum sjálfar um fund- arefni, en oftast voru þó karlmenn fengnir til þess fyrstu árin. Voru það sr. Lárus Halldórsson, á meðan honum entist líf og heilsa, en einkum sr. Friðrik Friðriksson, Bjami Jónsson, kennari, sr. Jóhann Þorkelsson, dómkirkjuprestur og sr. Bjarni Jónsson. Langoftast var það þó Sigurbjörn Á. Glslason, sem lagði konunum lið. Starfsemi félagsins Auk funda félagsins hvatti Kirstín Pétursdóttir félagskonur til að mæta á samverustundum bæði í Mel- stedshúsi og Þingholtsstræti 11, þar 8

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.