Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2004, Page 36

Bjarmi - 01.12.2004, Page 36
Annar sunnudagur i aöventu. í dag kveikjum við á Betlehems- kertinu, kerti kærleikans. Biðjum Jesú um að fylla okkur af sínum kærleika. Þetta kerti minnir okkur á að það var ekkert pláss i gistihús- inu. Kertið minnir okkur á kær- leiksverkið að Jósef og María fengu húsaskjól í fjárhúsi. Það minnir okkur einnig á að við þurfum að hafa pláss fyrir Jesú í hjörtum okkar. Lesum um „ekkert pláss í gistihúsinu", Lúkas 2:4-7. Þennan sunnudag og þessa viku byrjum við að spila jólalög, undir- búa og senda jólakortin, og skipu- leggja gjafir. Þriöji sunnudagur í aöventu. Ef við erum með rósrautt kerti þá kveikjum við á því í dag. í dag kveikjum við á Hirðakert- inu (fjárhirðakertinu), kerti gleð- innar. Þetta kerti minnir okkur á að fjárhirðunum var fyrst af öllum kynntur gleðiboðskapurinn að frels- arinn væri fæddur. Þeir fóru og fundu Jesúbarnið og fluttu boðskap englanna til annarra. Það kallar okkur einnig til þeirrar ábyrgðar að flytja boðskapinn áfram. Það gerum við t.d. með þvi að jólahald okkar sé heilagt og að fræða yngri kyn- slóðina um hinn sanna tilgang jólanna. Lesum um það þegar „englar birtast fjárhirðunum", Lúkas 2:8-20. Þennan sunnudag ættum við að rifja upp einhverjar gleðistundir sem við höfum átt. Lesa einhverja skemmtilega sögu eða eitthvert fagnaðarljóð. Þessa viku getum við byrjað að skreyta heimilið og reynt að láta gleðina smita frá okkur. í þessari viku bökum við piparkökur alltaf við sömu tónlistina. Síðastliðin tíu ár höfum við safnað þessum stundum á myndband, sem við síðan horfum á um aðventuna og rifjum þannig upp gamlar minningar. Fjórði sunnudagur í aöventu. i dag kveikjum við á Englakert- inu, kerti friðarins. Kertið minnir okkur á að englar Guðs opinberuð- ust fjárhirðunum og boðuðu þeim frið á jörðu. Þessi tími er því mikil- vægur til þess að einblína á þann frið sem Jesús færir okkur. Þetta kerti minnir okkur á lofsönginn og tilbeiðsluna sem englarnir fluttu þegar þeir boðuðu fæðingu Jesú. Það gefur okkur einnig tækifæri til að lofa hann með söng og það 36

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.