Búnaðarrit - 01.01.1962, Page 13
HAFSTEINN PÉTUKSSON
9
gyni, sem þá var prestur á Sauðárkróki. Tók hann próf
upp í annan bekk latínuskólans í Reykjavík vorið 1902.
Sat hann svo þrjá næstu vetur í skólanum. Tvo síðustu
námsveturna las hann utan skóla, og lauk stiulentsprófi
vorið 1906.
Okunnugt mun nú, hverjar ástæður lágu til þess, að
Hafsteinn liélt ekki áfram námi. Hugur hans mun mest
liafa hneigzt að lögfræði. En hvað sem því olli, varð sú
raunin á, að hann liélt heim aftur og settist um kyrrt á
Gunnsteinsstöðum. Mun hann fljótlega hafa tekið að
kenna ungmennum, sem liug liöfðu á að stunda eitlhvert
skólanám. Kenndi hann ófáum svo, að þeir áttu auðvelt
með að taka próf upp í annan bekk gagnfræða- eða
menntaskóla. Þessu hélt hann áfram enn um nokkurt
skeið, eftir að liann hafði tekið við húi þar á Gunn-
steinsstöðum. Þótti hann all traustur kennari. Skrifstofu-
störfum sinnti hann og fyrstu árin, bæði hjá sýslumann-
inum á Blönduósi og við verzlun föður síns.
Vorið 1910 keypti hann Gunnsteiusstaði og búið. —
Síðustu ár Péturs mun hú lians hafa gengið saman, enda
mun Hafsteinn hafa verið orðinn eigandi þess að tals-
verðu leyti, áður en þau eigendaskipti urðu. Varð hú hans
fljótlega meðal hinna stærstu í sveitinni. Hélzt svo löng-
um.
Fyrstu árin, sem Hafsteinn sat að húi sínn, kvaddi liann
sér h'tl hljóðs í félagsmálum. Þó heitti liann sér fyrir
stofnun ungmennafélags í sveitinni 1911 og gerðist for-
ustumaður þess. Jafnframt beitti liann sér fyrir stofnun
samhands innan ungmennafélaga í sýslunni og var for-
maður þess um skeið. En lítið lét j>að til sín taka önnur
félagsntál en þau, sem ungmennafélögin liösluðu sér völl
fyrir. Hinn eiginlegi félagsmálaferill hans hófst varla svo
teljandi sé, fyrr en hann var kosinn í lireppsnefnd vorið
1917. Haustið 1919 var hann kosinn oddviti hennar, og
liélt j)ví unz yfir lauk.
Að rekja feril hans í sveitarstjórn er langt mál, sem hér