Búnaðarrit - 01.01.1962, Page 15
HAFSTEINN PÉTURSSON
11
við. Samhuga fylgd skapar foringjanum sigurinn. En
þessi samhugur einkenndi mjög allan starfsferil
hans.
Auk sveitarstjórnarinnar átti hann sæti í stjórn búnað-
arfélags sveitarinnar og löngum formaður. Verður vikið
að því síðar. — Enn má geta þess, að liann sat í safnaðar-
stjórn alllanga liríð.
Loks má geta þess, að hann settist í sýslunefnd 1920.
Hélt hann því til æviloka. Sat því á sýslufundi í 42 ár,
löngum við vaxandi traust. Þar kom því mjög til lians
kasta meginið af þeim málum, sem efst voru á baugi í
héraðinu, og leið áttu um á sýslufundi. Verða nokkrum
þeirra gerð fyllri skil síðar. En í forustuliði í sýslunefnd
sat liann ekki framan af árum. Það féll í annarra hlut.
Efnt var til félagsstofnunar 1926 í austurliluta Húnavatns-
þings, sem nefndist Framfarafélag Austur-Húnvetninga.
Voru fyrirmyndir þess félagsskapar sóttar til Vestur-ls-
firðinga og Austur-Skaftfellinga, þó ætlunin væri að fara
í ýmsu eigin leiðir. Forgöngumenn þessarar félagsstofn-
unar voru þessir lielztir: Séra Gunnar Árnason, Jón
Pálmason á Akri og Hafsteinn á Gunnsteinsstöðum. Var
séra Gunnar fyrsti formaður þess, en þeir Jón og Haf-
steinn meðstjórnendur. Hreyfing þessi varð skammæ.
Þó verður því ekki neitað, að liún vakti furðu miklar
liræringar, sem til hagsbóta liafa stefnt í héraðinu, þó
það verði að mestu að teljast óbeinlínis. Á fundum þessa
félagsskapar bar margt á góina um héraðs- og þjóðmál.
Af hinum síðartöldu má nefna m. a. skólamál, kirkjumál,
fjármál, samgöngur, viðskipti, svo nokkuð sé nefnt.
Á fundi, sem þessi félagsskapur efndi til á Blönduósi
22. og 23. apríl 1927, flutti Jón Pálmason á Akri tillögu
um að efna til traustrar samvinnu milli allra búnaðar-
félaga í héraðinu, bændum til liagsbóta. Var þar kosin
nefnd manna til að veita þessari tillögu brautargengi.
Það kostaði furðanlegar bollaleggingar og málþóf, að fá
nokkuð jákvætt fram í þessu máli. Voru nokkrir fundir