Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 18
14
BÚNAÐARIiIT
upp úr. Þetta er umhverfið, sem það vex í, úr smágerðu og
getulitlu umræðufélagi, í þann burðarás jarðræktar- og
byggingaframkvæmda, sem það nú er orðið. — Og það er
á engan liallað, þó það sé sagt biklaust, að að þeim mál-
um liafi enginn unnið af slíkri kostgæfni sem Hafsteinn
Pétursson. Hann er kosinn í stjórn þess í öndverðu. Situr
þar sem meðstjórnandi til 1942. Þá er hann kosinn for-
maður þess, og heldur því sæti til loka. Þess ber og að
minnast, að liöfuðathafnaskeið sambandsins hefst eftir
1943, enda verður þá drjúgum byrsælla í athafnamál-
um þjóðarinnar. En því má ekki gleyma, að Hafsteinn
liefur við blið sér svo samhuga fylgd, að fátítt mun. 1
stjórn sambandsins sat með honum nær allan þennan tíma
hinn gagnmerki maður Jón S. Pálmason á Þingeyrum.
Er þeim, er þetta ritar, kunnugt um, að Hafsteinn mat
Jón á Þingeyrum flestum framar af starfsbræðrum sín-
um. Hilmar A. Frímannsson á Fremsta-Gili lilaut sæti í
stjórn sambandsins, þegar Jón á Akri féll. Reyndist liann
og samhentur í bezta lagi. Það má heldur ekki gleymast,
að þótt Jón á Akri félli við stjórnarkjör búnaðarsam-
bandsins, reyndist hann því ætíð hin traustasta stoð, live-
nær sem hann átti þess kost, að greiða götu þess á þeim
vettvangi, er hann átti greiðast gengi. Mun sú hönd oft
hafa orðið átakagóð. Loks má minna á sjaldgæfan sam-
hug héraðsbúa við baráttumál sambandsins. Þó oft væri
deilt um einstaka starfshætti og stundum með réttu, varð
aldrei liviks vart frá heildarhorfi.
Lög um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveit-
um, öðluðust gildi sem nr. 7, 12. júní 1945. Þau eru í
öndverðu samin af milliþinganefnd Búnaðarþings, sem
kosin var 6. marz 1943. Var Hafsteinn formaður hennar.
í bókinni „Milliþinganefnd Búnaðarþings 1943“ segir,
að formaðurinn liafi lagt fram á einum fundi nefnd-
arinnar „fyrstu frumdrög að nýjum kafla í jarðrækt-
arlögin um jarðabótaframkvæmdir búnaðarsambanda“,
varð niðurstaðan sú, að nefndin gerði uppkast að sjálf-