Búnaðarrit - 01.01.1962, Síða 20
16
BÚNAÐAKRIT
una í Reykjavík til að smíða liringlaga votheysgryfju-
mót úr stálplötum, frábæra gripi að gerð allri að ]>ví
fráskildu, að þau eru of lítil. Frumteikning þeirra er
runnin þar heinian úr liéraði. Yoru þau liugsuð mun
stærri í öndverðu. Þau liafa verið notuð síðan, og skilað
ódýrari og betri gryfjum, en kostur er á úr öðrum mót-
um, sem fram liafa komið hér ó landi. Landssmiðjan lief-
ur smíðað önnur slík mót fyrir Yestur-Húnvetninga, og
var fyrirmynd öll sótt til liinna fyrrtöldu að því fráteknu,
að þau eru örlítið stærri en liin voru á uppdrætti þeini,
er lagður var fram í öndverðu.
Eins og áður segir, sat Hafsteinn í stjórn Búnaðarfélags
Bólstaðarlilíðarlirepps um langt skeið. Að frumkvæði
lians réðist félagið í að kaupa fyrstu beltadráttarvélina,
sem keypl var í Híinavatnssýslu. Ekki tókst það átaka-
laust. Slík kaup voru ferlegt fyrirtaeki þá. Það er nú
gleðiefni að minnast þeirra átaka, — liins ólgandi liita,
sem málið vakti, en jafnframt hinnar hóglátu raunhyggju,
sem sigraði. En það er saga margra þeirra mála, sem
þeirri byltingu liafa valdið, er orðið liefur í austurhluta
Húnavatnsþings á síðustu 20 árurn. Að vísu ekki aöeins
þar. Byltingin hefur náð um land allt. En „liver einn bær
á sína sögu“, hvert hérað sína byltingarsögu. — Við
komumst ekki lijá því, að tengja hana að meira eða minna
leyli örlögum og liáttum þeirra, sem í forustuliðinu stóðu.
Saga Búnaðarsambands Húnvetninga er hvort tveggja,
]>áttur í sögu héraðsins og þáttur í sögu Hafsteins á Gunn-
steinsstöðum. Hinn síðari sýnir okkur manninn eins og
hann var, vitsmuni hans, víðskyggni og þrautseigju, en
að sjálfsögðu líka takmarkanir lians. Þeim gleymir sain-
tíðin sjaldan. Framtíðin — reynslan talar aftur á móti
sínu máli um það, sem Jífvænt er, og fellir sína dóma um
það þótt síðar láti.
Eins og áður segir, settist Hafsteinn í sýslunefnd síðla
vetrar 1920. Þá sátu og í nefndinni m. a. Jón Jónsson,