Búnaðarrit - 01.01.1962, Síða 31
HAFSTEINN PÉTURSSON
27
ar bætur fyrir fjárstofiiinn. Á þessum fundi ríkti sá sam-
liugur, að þessu guldu allir fullt jáyrði.
Næsta skrefið var að afla loforða um almenna förg-
un sauðfjárins, þó svo þunglega Iiorfði. Var það gert og
kom í Ijós, að 83.81% þeirra, er atkvæðisrétt liöfðu að
lögum, greiddu þessu jáyrði. Voru nú þrír sendir suður
til Reykjavíkur með Hafstein í forsæti, til áróðurs fyrir
málinu. Fengu þeir enn engu um þokað, þrátt fyrir þessa
samstöðu liéraðsbúa. Þó lýsti landbúnaðarnefnd neðri
deildar Alþingis yfir eindreginni og samliuga fylgd við
málið. Nú var tvennt til: Annað að fella liendur í skaut
og hafast ekki frekar að. Hitt að freista þess, liversu
bændur dygðu, þegar á liólminn var komið. Síðari kost-
urinn var tekinn. Var ákveðið að svæðið skyldi lireinsað
af sauðfé haustið 1947, enda gerðu kaupfélög liéraðanna
sér vonir um, að geta vandræðalaust komið afurðunum
í verð. En þegar lil skyldi taka, kom sú sorglega stað-
reynd í ljós, að drjúgur liluti bænda brást. Við atkvæða-
greiðsluna liöfðu 16.19% annað livort sagt nei eða ekki
greitt alkvæði. Af þeim liöfðu 10.37% sagt nei. En rúm
65% förguðu öllu. Hinir brugSust, þrátt fyrir gefin loforð
margra. Það er atliyglisvert, að fjáreigendur í Höfða-
hreppi, sem aðeins 13 áttu atkvæðisrétt, sendu mótmæla-
skjal með undirskriftum 43 fjáreigenda. Flestir þeirra
voru meðlimir verkalýðsfélags þar í þorpinu. Þykir trú-
legt, að þeini Iiefði sýnzt bændur héraðsins seilast um
öxl til lokunnar, ef þeir liefðu sent hliðstæð mótmæli,
þegar verkamannafélagið átti í sinni haráttu. Líkt mun
hafa staðið á Sauðárkróki, ]ió ekki kæmi það eins glöggt
fram.
Sú varð niðurstaða þessa máls, að Hafsteinn og skoð-
anabræður hans sigruðu. Ríkisvaldið sættist á kröfur
bænda og lieimilaði flutning lamba inn á svæðið haust-
ið 1948. Full tala líflamba var ekki fyrir liendi þá, en
hún var að fullu bætt og vel það næsta Iiaust. Hið eina,
sem á skyggði, voru svikin við förgunina. En það er efa-