Búnaðarrit - 01.01.1962, Side 33
HAFSTEINN PETURSSON
29
Svartá. Síðan liefur þetta þokazt, að vísu hægum skrefum
fyrst. En nú er svo komið, að árin 1957—1961 liafa veiðst
að meðaltali í Svartá einni yfir 300 laxar á ári. Veiðin við
Blönduós hefur og stóraukizt á þessu tímabili. Blasir því
hér við þróun þessara mála.
Ekki er því að neita, að forustumennirnir lögðu ekki í
þetta ævintýri með örugga trú almennings að aflvaka, né
samúð allra, er hlut áttu að þessu. En enn eru hér á ferð-
inni sömu starfshættirnir. Og þeir áttu alltaf öruggt fylgi
allmikils hluta þeirra, er þar áttu lilutdeild að. En fyrst
og fremst var það trú Hafsteins, sem skóp honum það
fyigb sem til þess þurfti að sigra þar svo glæsilega, sem
raun gefur vitni. En lians og þeirra, er hann studdu, er
sigurinn í þessu rnáli. Munu nú flestir þakklátir fyrir það,
seni unnizt liefur.
Á auka-Búnaðarþingi 8. júlí 1937 var samþykkt reglu-
gerð um kosningar til Búnaðarþings, sem saniin hafði
verið á Búnaðarþingi það ár. Þar var ákveðið, að Hún-
vetningakjördæmi skyldi ná yfir háðar Húnavatnssýslur
og kosnir tveir fulltrúar. Fór fyrsla kosningin eftir þeirri
reglugerð fram sumarið 1938. Þar náði Hafsteinn kjöri
ásamt Jakohi H. Líndal hónda á Lækjamóti. Því sæti
hélt Hafsteinn til dánardægurs.
Það yrði of langt mál að rekja hér þau störf hans, er
Búnaðarþingi eru tengd, enda torrakin til lilítar. Hitt er
víst, að liann sat þar löngum á fremstu bekkjum, enda oft
l>ar til kvaddur, er Búnaðarþing taldi mikils við þurfa.
A fyrsta þinginu, er liann átti sæti á — veturinn 1939 ■—
var kosin milliþinganefnd, „til þess að endurskoða jarð-
ræktarlögin. Er lienni og falið að athuga lög og starfs-
reglur Búnaðarfélags Islands, og að rannsaka og gera til-
higur um viðreisn atvinnulífsins í landinu“. 1 ]>essa nefnd
voru kosnir: Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, Jón Sig-
urðsson, Reynistað og Hafsteinn Pétursson, Gunnsteins-
stöðum. Þessi nefnd lagði frani á næsta Bþ.: