Búnaðarrit - 01.01.1962, Síða 54
50
BÚNAÐARRIT
nú haldið að Seljavöllum í Nesjum. Þar urðu þau Þor-
steinn og Ágústa eftir í umsjá Egils Jónssonar liéraðs-
ráðunautar, sem þar býr. Við hin fórum að Hoffelli. Þar
býr Helgi Guðmundsson og Heiðveig Guðlaugsdóttir, hin
mestu myndarhjón. Þar var okkur fyrirliuguð gisting,
enda lekið liið bezta á móti okkur. Næsta dag var bezta
veður eins og oftast var á þessum slóðum síðastliðið sum-
ar, aðeins smáregnskúrir. Hin skaftfellska, sérkennilega
og stórfagra náttúra blasti við. Óvíða eru náttúruundur
meiri og fegurri en í Hoffelli. Ákveðið var að nota dag-
inn til þess að fara vestur á Mýrar og til Suðursveitar.
Varð af stað komizt um liádegi. Þá fórum við yfir liina
nýju miklu brú á Hornafjarðarfljóti, sem vígð var þá
fáum vikum áður. Það er geysimikið mannvirki ásamt
stíflugörðum og öðrum tækjum til vatnsmiðlunar, er að-
albrúnni fylgja. Þetta er einhver mesta brú landsins. Er
það sómi fyrir hið mikla vatnshérað, Skaftafellssýslu,
að slíkt mannvirki skuli reist þar. Má samfagna öllum
héraðsbúum með þetta verk. Nú má komast á bíl allt að
Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þar er að vísu örðugur
farartálmi, sem Jökulsá er, en ekki efa ég, að Skaftfell-
ingar ryðji honum úr vegi. Við héldum áfram vestur
Suðursveit. Með okkur var hinn aldni liöfðingi þeirra
Skaftfellinga, Jón Eiríksson frá Válaseli, sem um marga
áratugi var trúnaðarmaður Búnaðarfélags íslands. Árið
1938, þegar ég fór um Skaftafellssýslu á liestum, var Jón
í Válaseli fylgdarmaður minn. Hann er enn jafn beinn
og keikur og riddaralegur eins og þá, þótt aldarfjórðung-
ur sé brátt síðan. Við fórum að Hala í Suðursveit og heils-
uðum upp á formann Búnaðarsambands A.-Skaftfell-
inga, Steinþór Þórðarson, bónda þar. Fengum við úrvals-
viðtökur eins og alls staðar þar, sem við komum. Það eru
miklar sveitir og fagrar, sem við fórum yfir þennan dag.
Nú urðum við að snúa til baka, því að dagur leið að
kvöldi. Við fórum aftur að Hoffelli. Var þá matur á borð-
um fyrir allt fólkið, sem nú var orðið allinargt, því að