Búnaðarrit - 01.01.1962, Síða 56
52
BÚNAÐARRIT
á þessar sveitir. Nú liafa Austur-Skaftfellingar einnig
liafizt lianda uni kornrækt, sem að vísu er enn á byrj-
unarstigi lijá þeim, en virðist lofa góðu um, að árangur
náist. Það var því liðið langt á dag, þegar við komumst
af stað úr Lóni, sem er einkennileg en falleg sveit og um-
sköpuð orðin, eftir að Jökulsá í Lóni og fleiri ár í sveit-
inni liafa verið brúaðar. Hin nýja ræktunarmenning, korn-
rækt, kartöflurækt ’ásamt ýrnis konar grænmeti, mun
gjörbreyta búskap fólks í þessum sveitum. Sjást þess
glögg merki nú þegar. Það er því bæði skennntilegt og
lærdómsríkt að athuga og kynna sér þær breytingar,
sem eru að verða á búnaði og búskaparháttum þarna suð-
austanlands. Við voruin ákveðin í að ná lil Egilsstaða
þetta kvöld, en dagurinn leið, án þess að komast úr Lóni,
bvað þá að meiri braði kæmist á ferðalagið. Loks varð
nokkur viðstaða á Reyðará, sem er ágætt býli rétt undir
Lónslieiði. Þurfli þar mikla lagni til að losna við veitingar,
en það ágæta fólk á Reyðará tók það gilt, að við þyrftum
að liafa hraðann á. Við náðunt því ekki að Egilsstöðum
fyrr en komið var fram á nótt. Við fengum ])ó sömu ágætu
viðtökurnar lijá þeim lijónum Fanneyju og Sveini.
Næsti dagur var föstudagur 4. ágúst. Var nú um það
rætt, livort við skyldum láta ferð vera lokið hér með og
lialda heimleiðis. Tillaga var uppi um að fara lil Vopna-
fjarðar. Varð það að ráði. Áður en við fórum frá Egils-
stöðurn skoðuðum við kornrækt Sveins bónda betur en
við gátum á austurleið. Sannfærðumst við um, að þarna
væri að rísa upp nýr atvinnuvegur, sem gæfi miklar og
góðar vonir urn, að liann gæti orðið langlífur í voru landi,
Islandi. Að vísu er valt völubeinið og sú hækkun meðal-
hitans, sem orðið liefur síðustu 2—3 áratugi og tryggir
nú kornrækt, að minnsta kosti í vissum héruðum, er ekki
það mikil, að öryggi geti í því talizt. Ég tel þó að eins
og nú horfir, þá sé sjálfsagt að stuðla að aukinni korn-
rækt með ýmsum tiltækum ráðum í fullu trausli þess,