Búnaðarrit - 01.01.1962, Síða 69
SKÝRSLA BÚNABARMÁLAST.lÓltA
65
stjórn Búnaðarfélagsins, ásamt Pálma Einarssyni,
landnámsstjóra. Þriðji nefndarmaður er Einar bóndi
Ólafsson í Lækjarlivammi, sem er j>ar fulltrúi Stétt-
arsambands bænda.
5. Dýraverndunarnejnd. Samkvæmt lögum um dýra-
vernd frá síðasta Aljjingi skipaði menntamálaráðu-
neytið nefnd, er kölluð er dýraverndunarnefnd. Hún
er skipuð 5 mönnum og eru jjeir Jtessir: Páll A.
Pálsson, yfirdýralæknir, og er liann jafnframt for-
maður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn eru: Sig-
urður E. Hlíðar, samkvæmt tillögum Dýralæknafé-
lags Islands, Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, sam-
kvæml tillögum Hins íslenzka nátlúrufræðifélags,
Þorsteinn Einarsson, fulltrúi, samkvæmt tillögum
Dýraverndunarfélags íslands, og Steingrímur Slein-
Jtórsson, búnaðarmálastjóri, samkvæmt tillögum Bún-
aðarfélags íslands. Nefnd Jiessi liefur haldið nokkra
fundi, samið frumvarp að reglugerð samkvæmt áður-
nefndum lögum og fleira, er ráðuneytið befur falið
henni, en nefndin skal vera ráðuneytinu til aðstoðar
og ráðuneytis um framkvæmd laga um dýravernd.
6. Nýbýlastjórn. Þar á ég sæti, kosinn til J)es.s af Al-
Jtingi. Auk mín eiga Jtar sæti: Jón Pálmason, alþm.,
formaður. Benedikt Gröndal, alþm., Ásmundur Sig-
urðsson, fyrrv. aljtm., og Jón Sigurðsson, fyrrv. alþm.,
Reynistað. Pálmi Einarsson, landnámsstj., er fram-
kvæmdastjóri nýbýlastjórnar.
7. Oróunefnd. I nóvember árið 1957 var ég skipaður
í orðunefiul og formaður hennar. Aðrir í nefmlinni
eru: Haraldur Kröyer, forsetaritari, Jón Maríasson,
bankastjóri, Richard Thors, forstjóri, og Ásgeir G.
Stefánsson, forstjóri.
Eins og J>essi skýrsla ber með sér, liefur nú verulega
fækkað þeim sérstöku trúnaðarstörfum, sem ég bef ann-
azt að undanfömu, enda mun skjótt að því draga, að ég
bafi J>au ekki lengur með liöndum.
lUÍNADAHItlT 5