Búnaðarrit - 01.01.1962, Side 92
88
BÚNAÐARRIT
Ríkjandi gróður var gras, en þó nokkur liaugarfi. Árangur
dæmdur síðar um sumarið. Þessi úðun gafst mjög vel,
engar skemmdir á nytja- og skrautgróðri, en gras og arfi
dautt.
Hemla, Y.-Landeyjum. Þar er klóelfting all útbreitt
illgresi í túninu, sem er sendið og sæmilega þurrt. Að
ósk bóndans úðuðum við á tvo hektara, annan með 5 ]
Herbatox M 25 og liinn með Proponox. Auk þess lögðum
við lit 3 reiti með mismunandi skömmtun af Proponox
5—6—7 1 pr. lia.
Árangur varð ekki nægilega góður af úðuninni á stóru
spildumar, elftingin visnaði fyrst eftir úðun, en náði
sér síðan aftur, bæði voru skammtarnir of litlir og úðun
framkvæmd of snemma.
En allir skammtar af Proponox í smáreitunum drápu
elftingu og megnið af öðrum tvíkímblaða gróðri, sem
í reitunum var (s. s. maríustakk, súru, sóley). Enda
kemur þessi árangur lieim við tilraunaniðurstöður er-
lendis frá að MCPP 1.5 1/lia útrými elftingu svo til alveg.
Miklaholtshellir, Hraungerðislireppi. Hér voru 6 reitir
í framræstum kartöflugarði með mismunandi lyf. Árang-
ur varð neikvæður af öllum lyfjum nema 4 kg Geigy/ha,
sem gafst allvel. Byggakur var úðaður með l1/^ 1 af Pro-
ponox, gafst sú úðun mjög vel, drap arfann nær allan.
ölvisholt, Hraungerðisbreppi. Hér var úðað á sáðslétt-
um, þar sem sáð liafði verið böfrum og grasfræi saman,
100 ml af Proponox í 5 1 af vatni. Arfinn var lítið far-
inn að spíra, þegar úðað var, en gras og hafrar rétt komið
með tvö blöð. Ég skoðaði þennan reit nokkrum sinnum
yfir sumarið og var bann arfalaus. Þarna virtist MCPP
draga úr spírunarhæfni fræsins.
Hvammur, Hrunamannahreppi. Hér voru reitir í mjög
sendnum garði, með 2 skammta af Simazin og 3 af
MCPP. Kartöflugrösin voru komin allmikið upp þegar
iiðað var, og mjög mikill arfi í reitunum. MCPP drap
nær allan arfann, en töluvert sást á kartöflugrösunum,