Búnaðarrit - 01.01.1962, Page 104
100
BÚNAÐARKIT
I. Leiðir, sem fylgja þarf í búfjárrækt til að geta
orðið við markaðskröfum við framleiðslu á búfjár-
afurðum.
II. Nýjustu niðurstöður á sviði fóðrunar (jórlurdýr,
liænsni).
III. Ábrif umhverfis á búfjárframleiðslu og lieillirigði
búfjár, sem er hýst.
IV. Atliuganir á, livernig liægt er að mæla, liversu
auðvelt eða erfitt er að mjólka kýr og hve breyti-
legt það er, ásamt hugleiðingum um erfðir þessa
eiginleika.
V. Stuttar skýrslur um niðurstööur nýrra rannsókna
á sviði ræktunar og fóðrunar.
Eins og sést á ofanrituðu, voru liér tekin til meðferðar
ýmis vandamál, sem eru ofarlega á baugi bjá okkur, t.
d. nr. I., III. og IV. Hér yrði of langt mál að skýra frá
niðurstöðum að svo miklu leyti, sem um þær er að ræða.
En full ástæða væri til þess að láta atliuga betur fyrir-
lestrana, þegar þeir verða gefnir út, með tilliti til þess,
hvort ástæða væri til að þýða einhverja þeirra til leið-
beiningar fyrir bændur og starfsmenn þeirra.
Um 100 stuttir fyrirlestrar og skýrslur voru flultar á
ráðstefnunni. Var einn þeirra liéðan. Hafði ég tekið sam-
an lielztu atriði og niðurstöður tilraunar frá Laugardæl-
um um kjötfrainleiðslu af lioldanautablendingum og ís-
lenzkum kálfum og skýrði frá þeim á ráðstefnunni. Verð-
ur útdráttur þessi jirentaður í skýrslum ráðstefnunnar.
Frá Hamborg fór ég til Danmerkur og ferðaðist nokk-
uð um Jótland með þeim Hjalta Gestssyni, ráðúnaut, og
Pétri Gunnarssyni, tilraunastjóra, undir ágætri leiðsögn
H. Land Jensen, tilraunastjóra á ödum. Heimsóttum
við sæðingarstöð, afkvæmarannsóknarstöð, bændabýli og
kjarnfóðurblöndunarstöð. Einnig komum við Islending-
amir á tilraunabú ríkisins í Favrhohn á Sjálandi og
á landbúnaðarsýninguna á Bellaliöj.
önnur störf. Ég átti sæti í Tilraunaráði búfjárræktar,