Búnaðarrit - 01.01.1962, Síða 126
122
BÚNAÐARRIT
sveitanna, enda er það verkefni í prófritgerð lians við
magisterpróf í janúar 1962. Hann dvaldist í Eyjafirði,
við Breiðafjörð og í Árnessýslu.
Þá veitti ég aðstoð dönskum útvarpsmanni, sem liingað
kom, til þess m. a. að afla frétta og staðreynda um ís-
lenzkan landbúnað og viðhorf í þeim málum, er hann
varða.
3. Vistun fólks til bústarfa
Til ársins 1958 var Ráðningastofa landbúnaðarins
jafnan starfandi 3—4 mánuði á ári, en frá þeim tíma allt
árið. Sama ár óskaði Búnaðarþing þess, að hún væri í
minni umsjón. Mun það liafa stafað af því, að um all-
mörg ár hafði ég liaft með höndum ráðningu útlend-
inga til bústarfa, en þeir voru hér óvenju margir þá um
skeið, sum árin svo margir, að nærri lét, að ég vistaði í
lijáverkum eins marga aðila á ári og Ráðningastofan,
sem þá var jafnan opin 3—4 mánuði á ári og réði til
sveitastarfa unglinga og fullvaxið fólk.
Aðstoðarmaður við Ráðningastofuna gerðist Ingólfur
Þorsteinsson um sömu mundir, og hefur hann liaft það
lilutverk í fyrstu röð að skrá tilboð og beiðnir, og aðstoða
á allan hátt við ráðningar fólks til sveitavinnu.
Síðustu árin, og einkum árið 1961, liefur útlendingum
við sveitastörf fækkað mjög hér á landi. 1 öllum lönd-
um Norður-Evrópu, en þaðan kom það fólk flest, er
hingað réðist til bústarfa, er nú skortur á vinnuafli í
sveitum, og hefur svo rammt að kveðið, að sumar þjóðir
liafa sótt vinnuafl til Suður-Evrópu, enda þótt vitað sé,
að fólk þaðan er ekki vant vinnuhraða og tæknilegum
athöfnum við bústörf þar syðra, eins og liér gerist í Norð-
ur-Evrópu. Fólki fækkar í sveitum þar, eins og liér, og
liemill á þá stefnu hefur ekki verkað með hækkuðu
kaupi, svo sem Hollendingar liafa reynt, en þeir bjóða
nú og borga hærra kaup við bústörf en greitt er í öðrum
atvinnuvegum af líku eða hliðstæðu tagi.