Búnaðarrit - 01.01.1962, Page 142
138
BUNAÐARRIT
Á þessum fundum talaði ég um matjurta- og/eða skrúð-
garðaræktun og sýndi ýmist kvikmyndir eða skugga-
myndir sama efnis. Á tímabilinu 13.—26. júní ferðaðist
ég nokkuð um Norðurland á vegum kvenfélaga þar. Kom
ég við á yfir 100 heimilum á eftirtöldum stöðum: Seyluhr.,
Skf., Tjörnesi, Húsavík, Laxárdal, Bárðardal, Kinn,
Fnjóskadal og Svalbarðsströnd. Var viðdvöl að sjálf-
sögðu frekar stutt á hverjum stað. Einnig ferðaðist ég
um Vestfirði á tímabilinu 18. júlí til ]oka þess mánað-
ar. Helztu viðkomustaðir í þeirri ferð voru þessir: Bol-
ungavík, Hnífsdalur, Isafjörður, Flateyri, ýmsir bæir
við Önundarfjörð, og nokkrir við Dýrafjörð. Það sem
eftir var sumars var ég margsinnis kallaður út í styttri
ferðalög um nágrenni Keykjavíkur og austur í sveitir
Suðurlands. Reyndi ég, að svo miklu leyti sem unnt var,
að sameina þær ferðir heimsóknum á gróðrarstöðvar.
Skrifstofustörf o. m. fl.
Auk vinnu við garðateikningar, sem mikill tími fór í
fram eftir vetri, bef ég liaft ýms önnur verk með hönd-
um, s. s. svara bréflegum fyrirspurnum, veita ýmsar upp-
lýsingar til þeirra, sem persónulega hafa leitað á skrif-
stofuna, eða liringt þangað, en strax er líða tekur á vet-
ur leita margir hingað.* Ennfremur hef ég tekið saman
nokkrar greinar fyrir Garðyrkjuritið og Húsfreyjuna,
einnig lief ég ritað smávegis í Handbók bænda. Þá þýddi
ég og gekk frá leiðbeiningum, er fylgdu með gufukatli
þeim er hér kom. Á árinu hef ég lialdið 3 útvarpserindi,
þar af tvö í búnaðarþætti. Hins vegar liefur frantlag mitt
til Freys verið með lélegasta móti; reyndar ekki nerna
ein grein, er áður liafði birzt í öðru blaði. Fer venjulega
svo, að lítill tími er til ritstarfa, Jiegar kallað er eftir
* Ég hef setið fundi með samstarfsnefndum B.F.Í. og K.Í., sem
lyktuðu með því að samin voru tildrög að lögum um ráðu-
nautaþjónustu.