Búnaðarrit - 01.01.1962, Page 152
148
BUN ABAR R IT
að viðbættum reiknuðum kjötþunga líflainbanna, lagður
saman og deilt í þá tölu með tölu fjarins, sem á fóðrum
var veturinn áður. Fást þá tölur, sem eru nokkuð sam-
bærilegar, þó sérstakar ástæður geti orðið þess valdandi,
að einn bóndi setji tiltölulega færri lömb á vetur eitt
árið en liann þarf til eðlilegs viðhalds, en færri aftur
annað árið, t. d. vegna lítilla heyja eða lélegs lambalieys
o. fl. Það má líka segja, að þessir þrír dálkar gefi all-
glögga hugmynd um hvað meðalbóndinn í hverju félagi
fái brúttó í arð, svo og livað sá fær, sem hafði mest dilka-
kjöt og minnst, eftir hverja kind, sem liann liafði á fóðri.
Ég lief ekki fundið annan réttari samanburð til að bera
saman arð af fjárbúunum, þar sem ekki er sauðaliald.
Ég tel sjálfur, að mjög mikið megi læra af þessu yfir-
liti, og sérstaklega geti kunnugir menn í liverju félagi oft
fundið hvaða ástæður liggi til þess mikla munar, sem
þarna kemur fram á dilkakjötsþunganum, sem bændur
fá pr. fóðraða kind. Oft stafar hann af mismörgum dilk-
um pr. 100 kindur á fóðri. Einnig getur hann stafað af
misjöfnu fóðri, sem stundum má sjá á mismunandi þunga
ánna liaust og vor. Hann sézt þó ekki alltaf réttur, því
oft eru ær látnar leggja af eftir að þær eru vigtaðar vor-
vigt, stundum með því að fara þá að spara gjöf við þær,
af því að „nú séu þær farnar að tína úr þýðu“ og stund-
um með því að sleppa þeim of snemma. Margt fleira
getur komið til greina, sem orsakar mismun á því live
mikið dilkakjöt menn fá eftir liverja kind á fóðri og
munu staðarkunnugir menn, sem leita, oft geta fundið
það. Okkur er sagt að leita og lofað að þá munum við
finna, og þó að það sé sagt í andlegum skilningi og til
þess ætlazt, að við leitum að guði í sjálfum okkur
og látum Jiann ráða gerðum okkar, þá er líka víst, að til
þess að geta lagfært það, sem ekki fer sem bezt í verald-
legum efnum, er nau&synlegt aS vita livaS þa8 er, sem
laga þarf, en það veit maður ekki nema leita, og finna
það, sem að er, og það er það, sem staðarþekktu menn-