Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 205
HRÚTASÝNINGARNAR
201
litlir eftir sumarið og margir þeirra eru of grófbyggðir.
Grani Jóns á Hallandsnesi frá Granastöðum, 2ja vetra,
bar af öllum hrútunum á sýningunni. Hann er metfé, 99
kg að þyngd, 118 cm á brjóst og 30 cm spjald, holdmikill
og vel gerður. Af þriggja vetra og eldri brútum voru
þessir beztir: Hriflon í Sigluvík, Gosi í Þórsmörk, Þór í
Sunnuhlíð og Máni á Þórisstöðum frá Yztafelli, sem er
í senn jafnvaxinn og boldmikill, ágætur einstaklingur.
Þrír þeir fyrrnefndu stóðu liæst á síðustu sýningu. Bænd-
tir á Svalbarðsströnd þurfa að rækta féð betur, með tilliti
til vaxtarlags, boldafars, fegurðar og ullargæða.
Grýtubakkahreppur. Sýningin var vel sótt úr innliluta
sveitarinnar, en illa sótt úr úthluta bennar. Hjálpaðist
jtar að fjárrag og kartöfluannríki. Alls voru sýndir 32
hrútar, 22 fullorðnir og 10 veturgamlir. Þeir fullorðnu
voru 5.1 kg léttari en jafnaldrar þeirra í sýsbmni að
meðaltali. En J)eir veturgömlu héldu sýslumeðaltalinu,
sjá töflu 1. Hrútarnir voru lioldlitlir yfirleitt og margir
grófbyggðir og fremur illa gerðir. Af ])eim fullorðnu
blutu 8 I. verðlaun og 4 af þeirn veturgömlu. Beztur af
j)riggja vetra og eldri hrútum var Hrani Sæmundar í
Fagrabæ með ágæt mál og holdgróinn, vel gerður ein-
staklingur, en stór. Næstir honum stóðu Týri í Nesi frá
Þverá, prýðilega Iioldgóður, nema fullslakur í lærum, og
Toppur Sæmundar í Fagrabæ frá Yztafelli, vel gerður
einstaklingur, en ekki eins Iioldgróinn á baki og Týri.
Beztur af 2ja vetra lirútum var Smári Jóns í Fagrabæ.
Smári er metfé, jafnvaxinn og boldgróinn með ágæt mál,
hann var bezti hrúturinn á sýningunni. Næstir Iionum
af 2ja vetra hrútum voru Háleggur Sæmundar í Fagra-
bæ með mikil mál og Spakur sr. Birgis í Laufási, jafn-
vaxinn og holdgóður. Beztur af veturgömlum lirútum
var Fylkir Gríms í Nesi með afburðamál, en fullbáfætt-
ur, boldgróinn á baki og mölum, en fulllinur í lærunt.
Næstir lionum stóðu Fífill Jóns í Fagrabæ og Bætir Jóns
í Nesi.