Búnaðarrit - 01.01.1962, Blaðsíða 293
H RÚTASÝ.NINGARNAlt
289
gróinn, Spakur á Núpi frá Holti, ágætlefía lioldgróinn,
en aðeins liáfættari en skyldi, Drafli í Gilhaga, kosta-
mikill hrútur og lágfættur, og Álfur Sigvalda í Hafra-
fellstungu frá Syðra-Álandi, einnig prýðilega geriVur
og holdmikill einstaklingur. Af veturgömlu hrútunum
báru þessir af: Þokki Gríms í Klifsliaga frá S.-Álandi,
vænn og vel gerður, Jarl Jóns í Sandfellshaga, jafnvax-
inn, vel gerður og holdgróinn á haki, en hefur fullslök
læri, og Yalur á Núpi frá Skóguin, snotur lirútur, en full
bakmjór.
Hrútar í Öxarfirði eru stöðugt að taka framförum. Má
þakka það blöndun við Þistilfjarðarfé samfara lieppi-
legu hrútavali til ásetnings. Öxfirðingar eru niiklir áhuga-
menn um fjárrækt. Fé þeirra var of grófbyggt, þótt það
væri duglegt afurðafé, en íblöndun við Þistilfjarðarféð
samfara bættu vali ásetningshrúta, bæði livað vaxtarlag
og afurðasemi foreldra varðar, leiðir í senn til aukinnar
afurðagetu og betri vöru.
Presthólahreppur. Sýningar þar voru ágætlega sóttar
og alls sýndir 133 hrútar, 82 eldri en veturgamlir og 51
veturgamall. Þeir fyrrnefndu vógu 97.6 kg og þeir síðar-
nefndu 75.2 kg að meðaltali og voru því aðeins léttari en
jafnaldrar þeirra í sýslunni, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun
hlutu 50 hrútar fullorðnir og 10 veturgamlir, en 17 voru
dæmdir ónothæfir. Á sýningunni í Núpasveit voru eftir-
taldir hrútar beztir: Af þriggja vetra og eldri: Bjartur
Sf. Núpsveitunga frá Holti, jötunvænn, vel gerður og
holdgróinn, Fífill á Katastöðum frá S.-Álandi, einnig ríg-
vænn og vel gerður, Goði í Efri-Hólum og Jökull á
Brekku, báðir frá Holti, vænir og kostamiklir. Beztu tvæ-
vetlingarnir voru: Þokki Sf. Núpsveitunga frá Holti, frá-
bært metfé, Flóki á Katastöðum frá Svalbarðsseli, sonur
Þistils frá Holti, þungur, þykkvaxinn og lágfættur, Koði
Sf. Núpsveitunga frá S.-Álandi og Dropi Lárusar í Efri-
Hólum frá Laxárdal, báðir prýðilega gerðir, en þó liefur
Dropi fulllin læri.
BÚNAÐAIUUT 19