Búnaðarrit - 01.01.1962, Síða 295
H RÚTASÝNINGARNAK
291
bærir aS lioldafari og allri gerð, Huginn í Laxárdal, einn-
ig prýðilega jafnvaxinn og holdgróinn einstaklingur og
Salómon í Holti, mjög þungur og kostamikill hrútur, en
ekki jafnoki þeirra, sem áður eru taldir, að holdafari.
Af tvævetlingum báru þessir af: Gyllir á Syðra-Álandi,
framúrskarandi þéttur, lágfættur og holdgróinn, en nokk-
uð mikið gulur á ull, Hlynur í Laxárdal, frábær holda-
kind og jafnvaxinn með afbrigðum, Trausti á Gunnars-
stöðum frá Holti, mjög kostamikill, en þó ekki eins hold-
gróinn í lærum og bezt væri á kosið, og Glói í Laxárdal,
afbragðs vel gerður og holdgróinn. Beztu veturgömlu
hrútarnir voru: Broddi í Holti, lágfættur og mjög vel
gerður, Dropi á Syðra-Álandi, þungur, kostamikill, en
varla nógu lioldgróinn, og Dvergur í Laxárdal, smár, sér-
staklega lágfættur og þéttholda.
Hrútarnir í Svalbarðshreppi halda enn Ijóma sínum,
og ekki virðast koma fram slæm álirif skyldleikaræktar
í stofni Sf. Þistils. Þó geri ég ráð fyrir, að áhrifa kynbót-
anna að undanförnu gæti minna í að auka afurðir stofns-
ins, vegna liinnar miklu skyldleikaræktar, sem hefur orð-
ið samfara ræktun stofnsins síðasta aldarfjórðung. Þarf
að gera tilraunir með, hvort ær í Þistli gefa ekki meiri
afurðir, ef notaðir væru til þeirra lirútar, sem eru ekki
náskyldir þeim.
SauSaneshreppur. Þar voru sýndir 30 hrútar, 22 full-
orðnir og 8 veturgamlir, svipaðir að þunga og jafnaldrar
þeirra í sýslunni í lieild. Fyrstu verðlaun hlutu 7 eldri en
veturgamlir og 1 veturgamall. Sá veturgamli, eign Jónasar
í Hlíð, er frá Holti, vó 96 kg og var prýðilega gerður.
Beztir af 2ja vetra hrútum voru: Hörður á Grund, ríg-
vænn, holdgróinn og vel gerður, og Hörður í Staðarseli,
einnig vænn og vel gerður. Krókur í Hlíð frá Holti bar
af 3ja vetra og eldri hrútum og Gráni í Ártúni stóð
næstur honum, en er of liáfættur og ekki nógu lioldgróinn.
Hrútar í Sauðaneshreppi eru of misjafnir. Þyrftu bænd-
ur þar að leggja sig enn meira fram við kynbótastarfið.