Búnaðarrit - 01.01.1962, Page 317
HRÚTASÝNINGARNAR
313
skeið og auðsjáanlega fylgt ákveðinni stefnu í fjárvali.
Borgarhafnarhreppur. Sýndir voru 62 lirútar, 42 2ja
vetra og eldri og 20 veturgamlir. Þeir eldri voru 3 kg
léttari að nieðaltali en jafnaldrar þeirra í sýslunni,
en þeir veturgömlu 1.3 kg þyngri. Fyrstu verðlaun hlutu
28 lirútar. Af þeim voru 9 þeir beztu valdir á héraðssýn-
inguna og hlutii þessa dóma: Veturgamlir: Lassi á Vagns-
stöðum, I. heiðursverðlaun og stóð 3. í röð veturgamalla
lirúta, Sleipnir á Jaðri, I. verðlaun A, og Roði á sama
bæ I. verðlaun B; 2ja vetra: Klettur á Breiðabólsstað, I.
verðlaun A; 3ja og 4ra vetra: Kiljan í Króki I. verðlaun
A og Kútur á Breiðabólsstað I. verðlaun B; 5 vetra og
eldri: Dalur á Hala hlaut I. heiðursverðlaun og var 4. í
röð lirúta á þeim aldri, Garpur í Borgarhöfn I. verðlaun
A og Bolli á Smyrlabjörgum I. verðlaun B.
Hrútar í Borgarhafnarhreppi eru kostamiklir, en þó
ekki nógu vel samstæðir, enda hlutu of margir þeirra III.
verðlaun.
Hofshreppur. Sýndir voru 48 hrútar, 38 2ja vetra og
eldri og 10 veturgamlir. Þeir voru jafnléttari en hrútar
í nokkrum öðrum lireppi í sýslunni, sjá töflu 1. Fyrstu
verðlaun hlutu 11 hrútar fullorðnir, en enginn veturgam-
all. Beztu hrútarnir voru Dreki Guðlaugs á Svínafelli,
Gráni Gunnars á Svínafelli, Tvistur Þorsteins á Svína-
felli og Flóki Jóns á Svínafelli.
Hrútar í öræfum hafa yfirleitt vel gerðan afturhluta,
en of þröngan hrjóstkassa og mjótt bak, sem hvort tveggja
stafar ef til vill að nokkru leyti af of lélegu uppeldi.
Ennfremur hafa nokkrir hrútarnir of veikt hak og sumir
Jieirra eru einnig of háfættir.
Við fjárskiptin liefur komið fram, að mjög miklir
kostir búa í öræfafé. Því virðist nauðsynlegt fyrir (Jræf-
inga að setja sér ákveðnara markmið en þeir liafa gert í
fjárvali, til Jiess að fá féð samstæðara og einnig að bæta
uppeldi hrútanna.