Búnaðarrit - 01.01.1950, Blaðsíða 19
BÚNAÐARRIT
15
flóðgarða á Reynistaðarengi. Auk vatnsveitinga, sein
hann leiðbeindi um, fékkst hann við ýmsar jarða-
bætur, sagði fyrir um meðferð búfjár, smjörgerð og
yfirleitt meðferð mjólkur. Má telja Jósef merkan
brautryðjanda í þessum efnum í Skagafirði. Hann
var einstakur dugnaðar- og áhugamaður við alla
vinnu. Líkaði bændum slíkt vel, sem geta má nærri,
hve óhlífinn og kappsamur Jósef var við líkamlega
vinnu. — Meðan Jósef félckst við flóðgarðana á
Reynistað, lcomst hann í mjög náinn kunningsskap
við Gunnlaug Briem, og varð það til þess, eins og
hann sagði sjálfur, að hann var ráðinn skólastjóri
ins nýja skóla á Hóluin, sem byrjaði vorið 1882.
Skal nú þar máls hefja, er fyrr var frá horfið, að
sýslunefnd Skagafjarðarsýslu hafði veturinn 1881
kosið nefnd í búnaðarskólamálið og falið henni að '
fala Hóla í Hjaltadal til kaups. Helzti maðurinn i
íiefndinni, Gunnlaungur Briem, vissi, að Þorkell Páls-
son, bóndi í Flatatungu, liafði fest kaup á þessu mikla
höfuðsetri, og var það fyrir tilstilli Gunnlaugs, að
Þorkell fékkst til að ganga frá kaupunum, en 500
kr. vildi hann fá fyrir það. Gunnlaugur og þeir nefnd-
armenn gengu að því. Með í þessum ráðum um kaup
á Hólum og stofnun búnaðarskóla þar var einnig
Einar á Hraunum, eftir því sem Jósef skýrir frá.
Kaupsamningurinn við eigandann, Benedikt Jónsson,
bónda á Hólum Benediktssonar prófasts Vigfússonar,
var gerður 19. marz 1881. Kaupverðið var kr. 13500.00
og greiðslan til Þorkels kr. 500.00. Alls voru það kr.
14000.00, sem sýslan greiddi fyrir heimajörðina Hóla
með G kúgildum, hjáleiguna Hof, Hagann, Ivolbeins-
dalsafrétt, kirkjuna, öll liús, er stóðu á heimajörð-
inni, og upphæðina til Þorkels. Sýslunefndin tekk
afsalshréf fyrir framangreindum eignum 25. apríl
1881.
Jósef hafði dvalið á Hraunum frá því sumarið