Búnaðarrit - 01.01.1950, Blaðsíða 297
BÚNAÐARRIT
293
þótt það fjárframlag sé lítið, þegar tekið er tillit til
þess stóra svæðis, sem félagið þarf að starfa á.
Geta má þess, að sauðfjárræktarfélagið er sjálf-
stæður félagsskapur sauðfjáreigenda, og heyrir því
<?kki beint undir ríkið, en búnaðarfélagið og land-
búnaðarráðberra liafa eftirlit með starfi félagsins.
Starfsemi félagsins nær til allra greina er sauðfjár-
rældinni viðkoma. Af störfum félagsins má nefna,
ættbókarfærslu, eftirlitsstörf, útvegun kynbótafjár,
sýningar sauðfjár og alls konar fræðslustarfsemi. Fé-
lagið hefur skrifstofu siná í höfuðborginni, Helsing-
fors, og út um héruðin hefur það starfsmenn, ráðu-
uauta, sem hver og einn hefur á sínu starfssvæði um-
sjón með ættbókarfærslu o. s. frv. Félagið á eitt til-
xaunabú.
Þegar sauðfjárræktarfélagið var stofnað 1919, var
l'yrsta verkefnið að leita uppi beztu innlendu sauð-
fjárættirnar. Upprunalega var finnska féð litið, veik-
ijyggt, mjög skyldleikaræktað með lélega lilla, grófa
ull. En það hafði tvo góða kosti. Seigla þess og þrif
voru ekki minni en hinna útlendu kynja, sem menn
höfðu verið að gera tilraunir með i landinu. í nyrsta
og austasta hluta landsins liafði fjárkyn þetta verið
án noklcurrar erlendrar innblöndunar, og þangað voru
sóttir fjárstofnar lil að vinna að með kynbótum. Þetla
fé var mjög smávaxið og eyðilagt af skyldleikarækt.
Ærnar vógu venjulega aðeins 30—40 lcg og lömbin
vógu á haustin % árs gömul, aðeins 15—20 kg lif-
andi vigt. Þegar byrjað var með kynbæturnar, voru
valdir úr sterklegustu einstaklingarnir, þeir sem
höfðu bezta ull, og þeir sem voru frjósamastir, og
þessum fyrstu gripum fengin betri hirðing og fóðrun,
en áður hafði átt sér stað. Kom þá fljótt í ljós, að
þetta finnska fé liafði framfaraeiginleika. Nú var
nánar rannsakað og fylgst með vigt fjárins, útliti þess,
bráðþroska, ullinni og frjóseminni, og á þessum ára-