Heilbrigðismál - 01.09.2006, Síða 27

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Síða 27
„Þegar litið er á þessi línurit frá upphafi krabbameinsskráningar virðist sem dánartíðni hjá krabbameinssjúklingum í heild sé byrjuð að lækka. Reyndar er of snemmt að draga miklar ályktanir af þessum tölum." magakrabbamein. Meira en þrítugföld aukning hefur orðið á dánartíðninni síð- ustu hálfa öldina. Hjá körlum hefur þessi þróun þegar snúist við og dánartíðni farið lækkandi síðustu fimm árin. Hjá konum er tíðnin hætt að aukast og er dánartíðnin af völdum lungnakrabbameins nú álíka hjá báðum kynjum. Þarsem mjög hefurdregið úr reykingum á síðustu áratugum er næsta víst að dánartíðni af völdum lungna- krabbameins muni halda áfram að lækka á næstu árum. Athyglisvert er að skoða línurit yfir dán- artiðni hjá konum með brjóstakrabba- mein (þriðja myndin), en þar virðist sem dánartíðnin sé á niðurleið á síðustu árum. Þessu ber að fagna. Ekki er vist hvað þessu veldur, en liklegt er að hér komi bæði fram áhrif leitar að brjóstakrabbameini og áhrif meðferðar við sjúkdómnum svo sem nýrra lyfja til að meðhöndla hann. Einnig virðist sem dánartíðni vegna blöðruhálskirtilskrabbameins hafi náð hámarki og sé mögulega byrjuð að lækka, ef litið er á linurnar á annarri myndinni. Ekki er út frá þróuninni á annarri og þriðju myndinni unnt að álykta mikið um dánartíðni sjúklinga með krabbamein i ristli og endaþarmi eða krabbamein í eggjastokkum. Þegar litið er á þessi línurit frá upphafi krabbameinsskráningar virðist sem dánar- tiðni hjá krabbameinssjúklingum í heild sé byrjuð að lækka. Reyndar er of snemmt að draga miklar ályktanir af þessum tölum. Hugsanlega gæti verið um tilviljanasveiflur að ræða þar sem þjóðin er fámenn og þvi talsverðar breytingar i fjölda krabbameina milli ára og timabila. Lækkandi dánartíðni af völdum krabba- meina má rekja til margra samverkandi þátta. I fyrsta lagi koma til breyttir Iffs- hættir. ( öðru lagi er um að ræða árangur forvarnarstarfs eins og baráttunnar gegn reykingum. ( þriðja lagi er um að ræða áhrif forvarnarstarfs svo sem krabba- meinsleitar, meiri árvekni fólks fyrir byrj- unareinkennum o.fl. sem leitt getur til meðhöndlunar meina á forstigum eða byrjunarstigum. Síðast en ekki sist koma til skjalanna áhrif stöðugra framfara og sam- hæfingar í meðferð krabbameinssjúklinga á íslandi. Grein eftir Jón Gunnlaug Jónasson yfirlækni Krabbameinsskrár Krabbameins- félagsins, Laufeyju Tryggvadóttur fram- jsvæmdastjóra skrárinnar og Elínborgu J. Olafsdóttur verkfræðing hjá skránni. Nýgengi og dánartíðni - öll krabbamein Greiningarár / dánarár Dánarár Dánartíðni hjá konum Dánarár 27

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.