Heilbrigðismál - 01.09.2006, Síða 32
Sigursteinn Guðmundsson
Nú eru á lífi meira en þrjátíu
íslendingar sem náð hafa hundrað
ára aldri, þar af tveir sem eru
fæddir á nítjándu öld.
langlífið væri að þakka. Þá svaraði hún:
„O, blessuðum himnaföðurnum sem gaf
mér góða heilsu."
Aldís Einarsdóttir varfædd 4. nóvem-
ber 1884 á Núpufelli í Eyjafirði en flutti
ung að Stokkahlöðum og bjó þar, fyrst
ásamt systkinum sínum en síðan ein. „Hún
stakk sjálf upp sína kartöflu- og kálgarða
fram til hundrað ára aldurs," sagði í DV.
Hún fór á Kristnessjúkrahús þegar hún var
rúmlega hundrað ára. Þar lést hún 31.
ágúst 1991, 106 ára og 300 daga. Fram
undir það síðasta gekk hún um hjálpar-
laust, með staf, prjónaði mikið og fylgdist
með fréttum í blöðum og útvarpi. Af og til
brá hún sér í kaupstað, til Akureyrar.
Lovísa Bjargmundsdóttir fæddist á
ísafirði 28. ágúst 1898 á Isafirði og lést 2.
maí 2005, 106 ára og 247 daga. Þegar
Lovísa var á öðru ári lést móðir hennar og
fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Árið 1921
giftist Lovísa Þorvaldi Egilssyni sjómanni
og síðar fiskmatsmanni, ættuðum úr Dýra-
firði. Þau bjuggu við Brunnstíg og eignuð-
ust tvö börn. Þorvaldur lést þegar Lovísa
var rúmlega sjötug og síðan átti hún lög-
heimili við Ægisíðu. Amma Lovísu varð 95
ára, sem var hár aldur á þeim tíma.
Helga Brynjólfsdóttir var fædd að
Kirkjubæ á Rangárvöllum 1. júní 1847 og
orðin 106 ára og 184 daga þegar hún lést
2. desember 1953. Þá hafði hún verið
Halldóra Bjarnadóttir fékkst enn við
ritstörf þegar hún var orðin hundrað
ára. Hún átti lengi aldursmetið,
rúmlega 108 ár. Halldóru fannst
„gaman að hafa lifað svona lengi og
verið heilsugóð".
búsett í tæpa hálfa öld í Hafnarfirði. Maður
hennar var Stefán Guðmundsson. Þau
eignuðust eina dóttur, en Stefán lést af
slysförum eftir tveggja ára hjúskap. „Ég
hef lifað allt tímabilið frá grútarkolunum til
rafmagnsins," sagði Helga í viðtali við Tím-
ann á hundrað ára afmælinu. „Iðjuleysið
setur í mann leiðindi og öll leiðindi stytta
ævina, það er ég alveg sannfærð um,"
sagði hún við blaðamann Alþýðublaðsins.
„Ég séekkert eftir því að hafa lifaðöll þessi
ár. Guð hefur verið svo góður við mig og
ég hef séð svo mikið af sólskini." Þegar
Helga var tæplega 105 ára var sagt í Tím-
anum: „Hún klæðir sig á hverjum degi,
greiðir hár sitt og borðar mat sinn hjálpar-
laust og gengur óstudd um húsið." Helga
var „mikil þrekkona, hélt andlegri heilsu
alla tíð og hafði fótavist til síðasta dags,"
sagði í (slenskum æviskrám. Helga Brynj-
ólfsdóttir var fyrsti Islendingurinn sem
náði 105 ára aldri, árið 1952. Einn bróðir
hennar varð 96 ára og systursonur hennar
99 ára.
Jóhanna Þóra Jónsdóttir fæddist á III-
ugastöðum I Fnjóskadal í Suður-
Þingeyjarsýslu 12. febrúar 1900 og er því
orðin 106 ára. Sautján ára gömul fór hún
inn í Eyjafjörð sem kaupakona og flutti til
Akureyrar árið 1934 með son sinn á fyrsta
ári. Hún bjó að Aðalstræti 32 í 67 ár, eða til
2002, ásamt Kristínu Ólafsdóttur, sem
varð rúmlega hundrað ára. Jóhanna er nú
ádvalarheimilinu Hlíð. „Égerennágætlega
klár ( kollinum en þetta er orðinn
óskaplegur aldur," sagði Jóhanna í samtali
við Morgunblaðið í tilefni af 105 ára
afmælinu. Hún sagðist hafa lifað
reglusömu lífi og „alltaf haft mikið að gera
og það gerirfólki gott".
Kristín Petrea Sveinsdóttir var fædd
24. ágúst 1894 og var því 106 ára og 86
daga þegar hún lést, 18. nóvember 2000.
I viðtali við Morgunblaðið tæpu ári áður
sagði hún: „Lífsgleði njóttu svo lengi
kostur er. Ég hef alltaf reynt að temja mér
að vera kát og glöð og forðast að fara í
fýlu." Kristín var fædd í Skáleyjum á
Breiðafirði og bjó lengi ( Gufudal með
manni sínum, Bergsveini Finnssyni, en að
honum látnum flutti hún til Reykjavikur.
Börnin voru átta en þegar hún lést voru
afkomendurnir orðnir 142. Föðursystir
Kristínar varð einnig 106 ára og bróður-
dóttir hennar 103 ára.
Jenný Guðmundsdóttir var fædd 29.
janúar 1879 í Austur-Landeyjum i Rangár-
vallasýslu og lést 14. apríl 1985, 106 ára
og 75 daga. Hún giftist Jóni Guðmunds-
syni og settust þau að í Vestmannaeyjum,
gerðu út og voru með búskap á jörðinni
Mosfelli, rétt við Helgafell. Þar dvaldist hún
allt fram undir „gos", sem hófst þegar hún
var tæplega 94 ára. Síðustu árin var Jenný
á Vifilsstöðum, heklaði daglega „langa
puntudúka með fjórum stórum rósum og
fléttumynstrum í kross," sagði Dagblaðið-
Vísir á aldarafmælinu. „Ég get verið þakk-
lát fyrir margt og ekki síst fyrir það að
halda heilsunni svona lengi," sagði hún við
blaðamann Tímans. „Það er ekkert vont
ELSTU ÍSLENSKU
SYSTKININ?
Margt bendir til þess að börn
Magnúsar Jónssonar (f. 1807, d.
1889, 82 ára) og Sigríðar Guð-
mundsdóttur (f. 1821, d. 1911, 89
ára) frá Skarfanesi í Landi hafi náð
hærri meðalaldri en önnur íslensk
systkini, að minnsta kosti úr svo
stórum systkinahópi.
Þetta voru fimm systur og þrír
bræður. Fjórar systranna, Vigdís,
Kristin, Ástriður og Pálina, urðu 93
ára, ein systirin, Elín, varð 75 ára og
bræðurnir, Magnús, Jóhannes og
Sigurður, urðu 88 ára, 85 ára og 84
ára.
Meðalaldur þessa systkinahóps
var því 88 ár, en um miðja nítjándu
öld, þegar þau fæddust, var með-
alævilengdin aðeins um 35 ár.
að vera gamall, þegar heilsan er svona
góð."
María Magdalena Andrésdóttir var
fædd í Flatey á Breiðafirði 22. júlí 1859,
systir skáldkvennanna Herdísar og Ólínu.
Maria bjó á Skógarströnd og síðar í Stykk-
ishólmi og lést 3. september 1965, 106 ára
og 43 daga. Þegar hún varð hundrað ára
var hún gerð að heiðursborgara í Stykk-
ishólmi og birt viðtal við hana i Útvarpinu.
„Gat enginn merkt það á málrómnum að
þarna færi 100 ára gömul kona," sagði
Morgunblaðið. Það þótti i frásögur fær-
andi haustið 1959 að María neytti at-
kvæðisréttar sins í Alþingiskosningum,
100 ára að aldri, og kom á kjörstað létt í
spori og kvik í hreyfingum. Tólf af fimmtán
börnum Maríu og manns hennar, Daða
Daníelssonar, komust upp og urðu fimm
þeirra niræð eða eldri og tvö náðu tiræð-
isaldri. Hálfsystir Maríu varð hundrað ára
og bróðurdóttir hennar 106 ára. í minn-
ingargrein sagði að Mariu hefði verið
gefið gott minni, heilbrigð dómgreind og
æðruleysi „og skapgerð og manndómi
hélt hún til hinstu stundar".
105 ÁRA
Jón Helgi Símonarson, sem kenndur
var við Þverá í Svarfaðardal i Eyjafirði þar
sem hann bjó í marga áratugi, var fæddur
að Gröf í sömu sveit 13. september 1895
og var 105 ára og 345 daga þegar hann
lést 24. ágúst 2001, elstur íslenskra karla.
Hann var lengi kennari og skólastjóri á
Dalvik og sat í hreppsnefnd. Helgi kvænt-
ist Maríu Stefánsdóttur og eignuðust þau
þrjú börn sem upp komust. Hann hafði
mikinn áhuga á íþróttum, var talinn elsti
stuðningsmaður Liverpool og fór á leiki í
heimsmeistarakeppninni i handbolta árið
sem hann varð aldargamall. Helgi sagði i
viðtali að heilbrigt líferni hefði haft sitt að
segja til að ná háum aldri, og einnig hug-
arró. Siðustu tvö æviárin var Helgi á
dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík.
32