Samtíðin - 01.06.1934, Qupperneq 24

Samtíðin - 01.06.1934, Qupperneq 24
SAMTÍÐIN nefndu þeir Svíagíg. Stefán Ste- fánsson, skólameistari, gat þá strax til, að hér væru fundin hin svokölluðu Grímsvötn, er gamlar sagnir gátu um, en menn þektu ekki hvar voru með vissu. Sömu skoðun hafa þeir Jón Eyþórsson, _ veðurfræðingur, og Guðmundur Einarsson, listmálari, haldið nú f)-am og stutt. Sumarið 1932 fór Englending- urinn Roberts yfir Vatnajökul. Hann hóf ferð sína að sunnan og austan og hélt til Kverkfjalla og síðan sömu leið til baka. Úr rannsóknum þessa leiðangurs hefir enn ekki verið unnið til fulls. Á leiðinni hreptu þeir ó- færð sakir krapa og vatnagangs. Eins og lesendum Samtíðarinn- ai’ er kunnugt, hafa tveir síð- ustu leiðangrarnir til Vatnajök- uls, sem ég hefi tekið þátt í, báðir verið fai’nir í þeim tilgangi að rannsaka hið nýafstaðna eld- gos þai-. Frá ferðum þessum hafa bæði blöð og ríkisútvarp flutt fregnir, svo ég skeyti ekki um að skýra hér frá gangi ferðanna sjálfra, en mun nú fara nokkrum orðum um gosið sjálft. Þann 23. mars sl. þóttust ör- æfingar sjá þess öll merki, að nú myndi hlaups í Skeiðará vera að vænta. Skeiðarárjökull hafði verið furðu ókvr undanfarna daga, en slík er venja hans á undan hlaup- um. Næstu daga óx áin án þess þó að verulegs hlaups yrði vart. 28. mars tók hún símastaurana austan megin. Föstudaginn langa, þann 30. mars, barst landssíma- stjóra skeyti um það að hlaupið í Skeiðarárjökli væri mjög vax- andi; stórt útfall væri komið vestanvert við Skeiðai’á; og símalínan þaðan og að Skaftá- fellsheiði umflotin vatni og' ís- hrönn á ca. 6 km. breiðu svæði. Einnig væri komið hlaup vestar á sandinum, nálægt sæluhúsinu, en ekki yrði séð hvað það færi yfir Tjaldað á jöklinum

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.