Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 7
SAHTÍÐiN Marz 1943 Nr. 90 10. árg., 2. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. EF ÍSLENDINGAR fá varðveitt frelsi sitt á komandi tímum og þjóð vor gerist ekki viljandi eða óviljandi undir- lægja erlendra stórvelda í einu og öllu, ætti að mega vænta þess, að sú kynslóð, sem byggir ísland eftir nokkur ár, muni eiga sér frábærlega glæsilega tilveru fyr- ir höndum. f tæp 1070 ár hafa íslendingar byggt þetta mikla og dásamlega eyland, sem guðleg forsjón veitti þeim eignarrétt yfir endur fyrir löngu. Hvernig hefur svo sambúð te.nds og þjóðar verið? hlýtur hver hugsandi maður að spyrja sjálfan sig. Og svarið verður tæpast nema á einn veg: Slysaleg og dapurleg í mesta máta, allt þangað til öld Jóns Sigurðssonar kom fram á sjónarsviðið. En fortíð íslendinga er enn þá mjög í þoku vegna þess, að oss hefur láðzt að rita vora eigin sögu þannig, að viðhlítandi sé. Hvenær, sem sú saga verður skráð, hlýtur hún að varpa nýju Ijósi á það, sem gerzt hefur hér á Iandi og tíðindum hefur þótt sæta. En bezt er að vera við því búinn, að það, sem sú saga segir, verði dapurlegt, ef henni er ætlað að segja sannleikann, og tröll hafi það fræðirit, sem annað hlutverk er ætlað. Samtíðin er þeirrar skoðunar, að eitt af því, sem fslendinga vanhagi einna mest um nú, sé sönn og áróðurslaust rituð ís- landssaga, sem hlýtur af sjálfu sér að vekja þjóð vora til einhuga samstarfs gegn innan og utan að komandi skemmdaröfl- um, ef rétt er á haldið. Saga íslands er samhangandi slysa- og óhappaannáll langt umfram það, sem hún hefði þurft að vera. Vitur maður hefur talið það eitt hið mesta afrek íslendinga, að þeim tókst a.ð draga hér fram lífið í rúml. 1000 ár! Þetta eru furðuleg ummæli, en illu heilli er talsvert hæft í þeim, ef á það er litið, hve þræls- lega var að þjóð vorri búið af hálfu ís- lenzkra og erlendra stjórnmálamanna. Vér áttum oss einu sinni frelsi, sem forustu- mönnum vorum tókst smám saman að glata og endanlega á árunum 1262—64. Þar með var mörgum kynslóðum búin ægileg áþján. Aftureldingin hófst ekki fyrr en nál. 600 árum seinna eða á 19. öld. Á kúgunar- öldunum var barátta fslendinga áþekk eins konar refsivist sakir aðgerða óheppilegra forráðamanna. Þá var þjóð vor lítilsvirt og rúin eignum sínum. Það er sagan um þessa dapurlegu tilveru, sem oss vanhagar nú um, m. a. til þess*, að vér öðlumst við lestur hennar skilning á því, hvað vor bíður, ef takast mætti að glata frelsi voru á ný. — Hér þarf að skapast einhugur allrar þjóðarinnar. Hér á landi búa um 120 þús- und menn, sem flestir eru náskyldir, og allir ættu að geta skilið, að það, sem þá skiptir langsamlega mestu máli er að vera einhuga um að varðveita frelsi lands og þjóðar og skapa menningu á mörgum svið- um, er sé rétt mynd af því bezta, sem í þjóð vorri býr og sambúðin við hið fagra land vort á að geta leyst úr læðingi. fs- lendingar hafa á öllum tímum átt sér af- burðamenn, og þrátt fyrir allt, tókst þeim oft furðanlega að varpa ljóma á sína öld. Vér minnumst í því sambandi Jóns Ara- sonar, Arngríms lærða, Eggerts Ólafsson- ar, Skúla Magnússonar og Jóns Eiríksson- ar, svo að örfá nöfn séu nefnd. Og eitt sinn átti þjóð vor sér menningartímabil, sem enn þá stafar frægðarljóma af víða um lönd. Sú nýja menning, sem hér á að skapast í framtíðinni, á að vera „vold- ug og sterk" og miklu fjölþættari en áður eru hér dæmi til. Hún á að verða þess megnug að sannfæra beztu menn allra landa um ótvíræðan tilverurétt íslenzku þjóðarinnar. Framtíð vor er bezt tryggð í skjóli öruggrar og einhuga sóknar í átt til aukinnar menningar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.