Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 20
16 SAMTIBIN á móti mér, og var afar þægileg i við- móti. Jafnblíð hefur hún aldrei verið, síðan hún var að draga sig eftir mér, fyrir rúnuun tuttugu árum. Ég var þá lærlingur bjá Jóni í Kóinu, en hún var í fiski hjá Duus. En ég gleymi aldrei, livað hún var fljót að breyta um átt, eftir að séra Jóliann var bú- inn að splæsa okkur saman. Þótt skönini sé frá að segja, þá hefur mér ávallt verið dálítið í nöp við hlessaðan prestinn síðan, þó að liann eigi auðvilað enga sök á þessu. Maður gekk út í þetta alsjáandi og getur sjálfuin sér uni kennt. Mig grunaði strax við heimkomuna, að eilthvað byggi undir þessari óvæntu bliðu, enda kom það á daginn, áður en langt um leið. Um kvöldið kom Kárólina og settist á rúmstokkinn hjá inér, með handavinnuna sina. Handavinn- an er sallafínn kaffidúkur, sem hún hefur verið að níðast á síðustu fjögui' árin. Hún var óskaplega manneskju- leg og talaði við mig rétt eins og ég væri lifandi vera, gædd holdi, blóði og mannlegum tilfinningum. Hún talaði við mig um undirbúning jól- anna, „ástandið", stríðið, veðurált- una, stjórnmálamennina og yfirleitl allar hugsanlegar plágur. Hún hag- ræddi mér í rúminu og spurði, hvort ég vildi ekki hærra undir höfuðið. Hún lofaði, að ég skyldí fá signa grá- sleppu til miðdags næstkomandi laugardag. Það var uppáhaldsmatur- inn minn, grásleppan. Hún vissi auð- sjáanlega ekki, hvað hún ætti að gera mér til geðs. En að lokum kom það, sem henni lá þyngst á hjarta. Hún stakk upp á þvi, að við leigðum út litla vesturherbergið. Það er það, sem ég hef eiginlega kallað mitt „prival", og þar hef ég fengið að sofa, þegar ég hef verið dálítið hátt upp, eða ekki rúmhæfur, eins og hún' kallar það. Hún sagði, að Vigdis, vinkona sin, hefði komið með brezkan setu- liðsmann, meðan ég var á spítalan- um, og farið þess á leit, að við leigð- um honum litla herbergið. Hún sagði, að þetla væri báttsettur liðsforingi, korpúral, hélt hún helzt, afar prúður og stilllur. Hún sagði enn frem.ur, að þetta væri bæði föður- og móðurlaus einslæðingur, sem hvergi hefði höfði sinu að að halla, og það væri hrein- asta mannkærleikaverk að skjóta skjólshúsi yfir hann. Ég gleymdi mér rétt sem snöggvast og spurði, hvorl þessi munaðarleysingi ætli svo að halla höfði sínu að henni, en þá sleppli hún sér alveg. Hún hellti úr skálum reiði sinnar yfir mig og sagði, að alltaf væri ég jafn nápúkalegur og hugsaði aldrei um neitt nema sjálfan niig Mig sárlangaði til þess að svara ofur- lítið fyrir mig, en ég þorði það ekki, enda var hún ekki árennileg. Allt í einu færðist lymskulegt bros yfir and- lil hennar, og hún sagði: „Já, það er líka alveg salt, ég vai' næstum búin að gleyma að segja þér, að það kom bréf til þín, meðán þú varst á spítalanum." Hún horfði glottandi á mig, en þaö' sló út um mig köldum svita. Það hafa ef til vill verið eðlilegar afleiðingar áfallsins ,á dögunum. Svo hélt.hún áfram: „Ég opnaði bréfið í ógáti." Það lá við, að ég óskaði þess, að hún slægi mig í rot. Eftir drykklanga stund fékk ég stunið upp:

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.