Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 32
28 SAMTÍÐIN sögu og fjórar viðamiklar ljóðabæk- ur og skipað sér fyrir löngu við hlið hinna snjöllustu skálda þjóðarinnar. En Jóhannes úr Kötlum lætur sér ekki nægja að vera mikið ljóðskáld. Hann sendir nú á markaðinn stærð- ar sögu, sem hann hefur valið nafn- ið Verndarenglarnir. Með hinni nýju bók brýtur Jóhannes ónumið land. Hann liefur ekki gengið inn í lauf- fallinn skóg liðinna alda að leita sér efniviðar. Hann skrifar ekki heldur nútímasögu í venjulegri merkingu 'þess orðs. Hann gengur feti framar og hyggir hið nýja skáldverk sitt á atburðum líðandi stundar, ritar það mitt í hringiðu dagsins, grípur tíð- indin jafnótt og þau gerast í kring- um hann, sníður þau dálitið i liendi sér og fellir þau síðan inn i verkið. Sagan hefst um 10. mai 1940, þegar landið er hernumið, en lýkur þrem missirum síðar eða haustið 1941. Svið hennar er ýmist höfuðborgin eða sveitabær fyrir vestan, en á iþessum tveimur stöðum til skiptis gerast allir viðburðirnir lengi fram feftir sögunni, unz hún binzt ein- göngu við sveitina í sjö seinustu köfhmum. Höfuðviðfangsefni bók- arinnar er afstaða islenzku þjóðar- innar til hernámsins og sambúð liennar við hið erlenda setulið, þar sem höfundurinn styðst mestmegn- is við raunverulega viðburði. Hver verða afdrif hinna menningarlegu verðmæta þjóðarinnar og á hvern hátt geta þau bezt staðizt þessa ó- væntu prófraun? Hefur íslenz^ka þjóðin sýnt, að hún sé vandanum vaxin? Hefur hún kunnað að skilja, meta og vernda arf liðinna kynslóða ? Útvegum margskonar vörur frá Bandaríkjunum og Bretlandi, svo sem: Vélar Verkfæri Vefnaðarvörur . Pappírsvörur o. m. II. Skrifstofa í New York 7 Water Street. Umboðs- og heildverzlun Hamarshúsinu Tryggvagötu Reykjavík Simi 5012 Pósthólf 043 Borðið Fisk og sparið FISKHÖLLlft Jón & Steingrímur Sími 1240 (3 línur).)

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.