Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 8
SAMTIÐIN VIÐHORF DAGSINS IV. Frá sjónarmiði lögreglumannsins Eftir ERLING PÁLSSON yfirlögregluþjón Erlingur Pálsson. ORÐIÐ LÖGREGLA mun frá upp- hafi hafa hljómað fremur ó- þægilega í eyrum flestra Islendinga. Þetta ei' þeim mun furðulegra, þar sem orðið táknar eingöngu aðila, er heldur uppi lögum og reglu. Ýmsar orsakir geta þó legið til þessarar and- úðar, m. a. sú, að íslendingar voru andvígir opinberu framkvæmdar- valdi, meðan þeir réðu sínum eigin málum sjálfir, og hitt, að þegar framkvæmdarvaldið kom, var þvi þvingað inn á þjóðina af erlendri í- hlutun. Skyldi það framkvæma ýmis kúgunarlög, sem þjóðin var oft næst- um óskipt í andstöðu við. Þegar ég gekk í lögregluna fyrir 23 árum, létu margir kunningjar mínir undrun sína i ljós yfir þessu tiltæki minu og sögðu: „Ég er alvey; hissa á því, að þú skulir ætla að ganga í lögreghma, því að þar eiga engir að vera nema illmenni!" — Þetta voru fyrstu kynni mín af almenningsáht- inu gagnvart lögreghmni. Það gladdi mig því meira en lítið, er fáeinir nienn létu ánægju sína í ljós yfir þessari ráðabreytni minni og töldu, að hún mundi geta orðið til einhvers gagns. Orðið lögregla er ungt og varla eldra i ritmáli en frá því eftir miðja lí). öld. Hinir fyrstu löggæzJumenn hér voru eingöngu ráðnir til nætur- vörzlu og kallaðii- næturverðir eða vaktarar. Skyldu þeir aðallega vera til þess að vara menn við eldsvoða og koma þannig i veg fyrir, að hann breiddist út, öllum að óvörum. Nú er öldin önnur, því að nú er Reykjavik orðin nytízkuborg, þar sem að flestu leyti ríkja sömu sjón- armið og í erlendum stórborgum. Viðhorf dagsins frá sjónarmiði hins reykvíska lögreglumanns er því að flestu leyti orðið jafnvíðtækt og bins erlenda starfsbróður hans. En hver eru þá þessi sjónarmið? Því er örðugt að svara í stuttu máli. Ég skal þó leitast við að gera grein fyrir þeim algengustu. Lögreglumaðurinn verður að vera

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.