Samtíðin - 01.03.1943, Page 8

Samtíðin - 01.03.1943, Page 8
4 SAMTÍÐIN VIÐHORF DAGSINS IV. Frá sjónarmiði lögreglumannsins Erlingur Pálsson. ORÐIÐ LÖGREGLA mun frá upp- liafi hafa hljómað fremur ó- Jiægilega í eyrum flestra íslendinga. Retta er þeim mun furðulegra, þar sem orðið táknar eingöngu aðila, er lieldur uppi lögum og reglu. Ýmsar orsakir geta þó legið til þessarar and- úðar, m. a. sú, að íslendingar voru andvígir opinberu framkvæmdar- valdi, meðan þeir réðu sínum eigin málum sjálfir, og hitt, að þegar framkvæmdarvaldið kom, var þvi þvingað inn á þjóðina af erlendri í- hlutun. Skyldi það framkvæma ýmis kúgunarlög, sem þjóðin var oft næst- um óskipt í andstöðu við. Þegar ég gekk í lögregluna fyrir 23 árum, létu margir kunningjar Eftir ERLING PÁLSSON yfirlögregluþjón mínir undrun sína i Ijós yfir þessu liltæki mínu og sögðu: „Ég er alveg hissa á því, að þú skulir ætla að ganga í lögregluna, því að þar eiga engir að vera nema illmenni!“ — Þetta voru fyrstu kvnni mín af almenningsálit- inu gagnvart lögreglunni. Það gladdi mig Jjví meira en lílið, er fáeinir menn létu ánægju sína í ljós yfir þessari ráðabreytni minni og töldu, að hún mundi gela oi'ðið til eihhvers gagns. Oiðið iögregla er ungt og varla eldra í ritmáli en frá því eftir miðja lí). öld. Hinir fyrstu löggæzlumenn hér voru eingöngu ráðnir til nætur- vörzlu og kallaðir næturverðir eða vaktarar. Skyldu þeir aðallega vera til þess að vara menn við eldsvoða og koma þannig í veg fyrir, að hann Jjreiddist út, öllum að óvörum. Nú er öldin önnur, því að nú er Revkjavik orðin nýtízkuhoj'g, þar sem að flestu leyti rikja sömu sjón- armið og i erlendum stórhorgum. Mðliorf dagsins frá sjónarmiði hins reykvíska lögreglumanns er því að flestu leyti orðið jafnvíðtækt og hins erlenda starfsbróður hans. En hver eru þá þessi sjónarmið? Þvi er örðugt að svara i stuttu máli. Ég skal þó leitast við að gera grein fyrir þeim algengustu. Lögreglumaðurinn verður að vera

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.