Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 13
SAMTIDIN stieða sé til að segja frá leikstarfi hennar í þessu sambandi. Hún hefui að undanförnu leikið hlutverk Unu í „Dansinuni i Hruna" hér í Reykja- vík, og niun það vera 63. hlutverkið, seni hún hefur farið með. Frk. Arn- dís er skynsöm og prýðilega menntuð kona, sem jafnan leikur hlutverk sín með næmleik og fágaðri liófsemi. Oss er hún enn i fersku minni sem frú Tabret í „Loganum lielga" eftir Somersel Maugham. Sýndi hún i þeim leik það innsæi og þann mynd- ugleik, er minnti á það bezta, er v<L- höfuð notið í leikhúsum erlendis. Annars Iiafa menn jafnan vænzl mikils af frk. Arndísi síðan veturinn 1925—'26, er hún vákti mikla athygli með leik símirn i „Gluggum" eftir Galsworthy. En eitt af þeini hlut- verkum, sem margir lelja, að hún hafi leikið af mikilli snilld, er frú Midget í „Á útleið" eftir Sutton Vane. Vér birtum hér nokkrar myndir af frk. Arndísi, en því næst gefum vér henni sjálfri orðið og tökum upp frásögn hennar um það, hvernig henni var innanhrjósts, er hún lék hlutverk sitt í „Sex verur leila höf- undar" eftir Luigi Pirandello. Frásögn frk. Arndísar Björnsdóttur: „Mér varð ekki svefnsamt næturn- ar á undan fyrstu sýningu á „Sex ver- ur leita höfundar". Á siðustu æfing- unum spurði ég Indriða Waage hvað eftir annað, hvort nokkurt vit væri fyrir mig að halda áfram. Hann sagði fátt, en þó skildi ég, að honum fannst ekki alveg vonlaust með mig. Það, sem píndi mig einna nié'st, var. að ég átti að hlæja „hlátri hinna for- Arndís Björnsftóttir. dæmdu'' - ég hafði ekki hugmynd um, hvernig þeir hlæja. Ég reyndi að æfa niig, þegar ég hélt ég væri ein í hús'inu, en það endaði með því, að ein systir mín, sem hafði leynzt einhvers staðar heima, kom í hend- ingskasli upp stigann og spurði, hvort ég hefði meitt mig mikið! Ég tók það ráð að sleppa hlátrinum og bað Pir- andello að afsaka allt saman. Tók í fyrsta sinn svefnlyf nóttina á undan sýningunni og vaknaði von- góð og róleg um morguninn. Þetta sálarástand hélzt svo, þangað til ég kom inn á leiksviðið. Þá þyrmdi yfir mig. Ég stóð þarna frammi fyrir öllu þessu fólki, sem heið eftir að skemmta sér, og á mér hvíldi sú skylda, að koma því til að skilja þenn- an vesaling, sem. ég átti að sýna. Hjartað klifraði upp i háls og hefur líklega ýtt á tunguna, því að hún varð allt í einu svo stór og þurr, að það var ekki hægt að nota hana til neins. Loks tókst mér að koma henni i gang, og svo smábatnaði þetta, en ég skalí'

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.