Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 á þeini fötum, sem, ég þurfti á að halda, gömlum og notuðum, en upp- haflega mjög snyrtilegum og í lit, er líktist fuglinum .... Þegar öllu var á botninn hvolft, skapaðist hér end- urspeghm af því, sem ég hafði séð, er ég stóð hjá hegrabúrinu. Daníel Hegri í „Félagi hinna ungu" varð þannig að illkvittnum og meinyrtum ná- unga, sem réðst á aðra menn, þegar sizt varði og iðraðist þess aldrei, því að slikt var í fullu samræmi við eðli Iians. Honum geðjaðist afar illa að víninn, sem honum var boðið hjá kammerherranum,. Það var svo sem auðséð, að hann var betra vanur. Þó braut hann odd af oflæti sínu og drakk nokkur glös, en á eftir hverju glasi hristi hann höfuðið með óá- uægjusvip. Honum hætti við að sparka með hægra fætinum einungis sér til gamans, enda þótt hann væri ekki að sparka í neitt sérstakt .... o. s. frv. Þannig varð Daníel Hegri til, settur saman úr smábútum, með dálítiIH fugla-sálfræðilegri baksýn. Frumsýningin tókst ágætlega. Eft- ir sýninguna sat ég og var að taka af mér fuglsnefið — eða mannsnefið — og farðann. Þá kom .lóliannes Poulsen í hinu glæsilega gervi Steens- gáards, Ijómandi af fögnuði inn í bún- ingsherbergi mitt, tók í höndina á uiér og sagði: — Þakka yður fyrir leikinn í kvöld! Hvað sagði ég yður!! Tókst yður ekki að skapa persónu? — Jú, til allrar hamingju tókst mér loks að skapa eitthvað, en ég hef nú Hka setið við og lesið af kappi upp á siðkastið. — Jæja, sagði hann og eyddi þvi. - Látum það vera .... ef manni Önnumst húsa- og skiparaflagnir, 1 setjum upp vindrafstöðvar fyrir sveitabæi og útvegum allt efni til þeirra. Sjáum um teikningar af stærri og smærri rafveitum. tvcVvfc %-J %^.<y-»*v****.tl|(lícHx? llAFTÆItJAVEHZLl'N *. VIM Kaupmenn og Kaupfélög ! Höfum jafnan fyrirhggjandi fjölbreytt úrval af Drömmer-lit til heimalitunar. Jón Jóhannesson & Co. Sími 5821 Reykjavík

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.