Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 12
SAMTÍÖIN FRÁ LEIKSVIÐINU I. Nokkrir kunnustu leikarar vorir segja frá minnisstæðum áfanga í leikstarfi sínu SAMTÍÐIN bað fyrir nokkru all- niarga helztu leikara hér á landi að svara bér í ritinu fyrirspurn nm það, bvernig þeim befði verið innan- brjósts, er þeir léku fyrsta aðallilul- verk sitt. Áttum vér þar vitanlega við fyrsta meira báttar hlutverk bvers leikanda og þótti oss réttara að miða við það beldur en við bitt, er leik- andinn kom fyrst fram á sviðið, ef vera kynni, að það liefði verið í svo litlu blutverki, að Iiann teldi það næsla litlu máli skipta í samhandi við leikstarf sitt eða tæpast frásagnar- vert. Munu flestir leikarar í fyrstu bafa farið með smáblutverk, enda þótt undantekningar séu frá þeirri reglu. Nú hafa nokkrir af Ieikurum vor- um sent Samtíðinni ágæt svör við fyrirspurn bennar. Þessi svör eru mjög misítarleg, sum eru stutt, önn- ur alllöng, en öll eru þau rituð af þeirri einlægni,er sæmir góðum lista- mönnum. Vér erum þess fullvissir, að greinar þessar munu, þá er skráð verður saga islenzkrar Ieikh'star, verða taldar merkar heimildir, enda segja þær frá áföngum, sem aldrei hefur áður verið frá skýrt. Þá má telja fullvíst, að hinir fjöimörgu les- endur Samtíðarinnar m.uni-lesa þess- ar „játningar" okkar ágætu leikara sér til gagns og ánægju. Aðdáun a leiklist er furðu almenn hér á Iandi. Sést slíkt bezl, er á það er litið, að áratugum saman hafa menn fengizi við leikslarfsemi víða um land við bin örðuguslu skilyrði. Segja má, a'ð leikhneigð þjóðarinnar og þá ekki sízt hinna ágælu leikara höfuðstað- arins, sé með öllu ódrepandi. Við hin örðugustu skilyrði, sem bugsazl get- ur, bafa þeir ár eftir ár i tómstund- um síniim og hvildartimiim æft og leikið mörg merk hlutverk af mikl- um skilningi og við góðan orðstír. Og nú hrópar slarfsemi þeirra á betri að- búð og þá vitanalega fyrst og fremsi á það, að þjóðleikhúsið verði fullgert sem allra fyrst. Á því á bin listelska íslenzka þjóð fulla kröfu. FRK. ARNDÍS RJÖRXSDÓTTIR ieikkona varð fyrsl til þess að svara fyrrnefndri fyrirspurn Samtíð- arinnar, og er oss það bæði ánægja og beiður að befja þennan greina- flokk með frásögn bennar. Sumir hinna leikaranna, sem sení háfa greinar, hafa kosið að skýra frá þvi, er þeir komu fram á leiksviðið í fyrsta sinn, og er oss frásögn um slíkt vitanlega eftir atvikum jafn kærkom- in. Vildum vér beina þessu 1 i 1 þeirra Ieikara, sem enn bafa ekki sent oss svargreinar. Frk. Arndís er löngu þjóðkunn fyrir ágætt slarf í þágu íslenzkrar leiklistar og kunnari en svo, að á-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.