Samtíðin - 01.03.1943, Síða 12

Samtíðin - 01.03.1943, Síða 12
8 SAMTÍÐIN FRÁ LEIKSVIÐINU I. Nokkrir kunnustu leikarar vorir segja frá minnisstæðum áfanga í leikstarfi sínu SAMTÍÐIN hað fyrir nokkru all- marga helztu leikara hér á landi að svara hér í ritinu fyrirspurn uin það, hvernig þeim hefði verið innan- hrjósts, er þeir léku fyrsta aðalhlut- verk sitt. Áttum vér þar vitanlega við l'yrsta meira háttar lilulverk hvers leikanda og þótti oss réttara að miða við það heldur en við liitt, er leik- andinn kom fyrst fram á sviðið, ef vera kynni, að það liefði verið í svo litlu hlutverki, að liann teldi það næsta litlu ináli skipta í samhandi við leikstarf sitl eða tæpast frásagnar- vert. Munu flestir leikarar i fvrstu liafa farið með smáhlutverk, enda þótt undantekningar séu frá þeirri reglu. Nú liafa nokkrir af leikuruni vor- um sent Samtíðinni ágæt svör við fyrirspurn hénnar. Þessi svör eru mjög misitarleg, sum eru stutt, önn- ur alllöng, en öll eru þau rituð af þeirri einlægni,er sæmir góðum lista- mönnum, Vér erum þess fullvissir, að greinar þessar munu, þá er skráð verður saga íslenzkrar leiklistar, verða taldar merkar heimildir, enda segja þær frá áföngum, sem aldrei hefur áður verið frá skýrt. Þá má telja fullvíst, að hinir fjölmörgu les- endur Samtíðarinnar muni lesa þess- ar „játningar“ okkar ágætu leikara sér til gagns og ánægju. Aðdáun a Ieiklist er furðu almenn liér á landi. Sésl slíkt hezt, er á það er litið, að áratugum saman hafa menn fengizi við leikstarfsemi víða um land við hin örðugustu skilyrði. Segja má, að leikhneigð þjóðarinnar og þá ekki sízt hinna ágælu íéikara höfuðstað- arins, sé með öllu ódrepandi. Við hin örðugustu skilyrði, sem hugsazt get- ur, hafa þeir ár eftir ár i tómstund um sínum og hvíldartímum æft og leikið mörg merk ldutverk af mikl- um skilningi og við góðan orðstír. Og nú hrópar starfsemi þeirra á hetri að- húð og þá vitanalega fyrst og fremst á það, að þjóðleikhúsið verði fullgerl sem allra fyrst. Á því á hin listelska íslenzka þjóð fulla kröfu. Iýj'RK. ARNDÍS BJÖRNSDÓTTIR leikkona varð fyrst til þess að svara fyrrnefndri fyrirspurn Samtíð- arinnar, og er oss það ha'ði ánægja og heiður að hefja þennan greina- flokk með frásögn hennar. Sumir hinna leikaranna, sem sent hafa greinar, hafa kosið að skýra frá þvi, er þeir komu fram á leiksviðið i fyrsta sinn, og er oss frásögn um slíkt vilanlega eftir atvikum jafn kærkom- in. Vildum vér lieina þessu til þeirra leikara, sem enn hafa ekki sent oss svargreinar. Frk. Arndís er löngu þjóðkunn fyrir ágætt starf í þágu íslenzkrar leiklistar og kunnari en svo, að á-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.