Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 21 T^iGAR FRUMSÝNINGIN nálgað- Jr-* ist, leit út fyrir, að allt mundi fara i mestu handaskolum. Ég var einskis megnugur og vissi ekkert — ekki einu sinni, hvernig Daniel Hegri ætti að líta út eða vera klæddur! Jó- hannes Poulsen sagði: — Þér eruð svo skemmtilegur, þegar þér hermið eftir honum Ólafi frænda eða Olto Zinck. Takið þér annan hvorn þeirra yður til fyrirmyndar. En slíkt þýddi ekki að nefna. Til þess var ég alveg óí'áanlegur. Þá flaug mér skyndilega í hug .... Hvernig í þremlinum gal staðið á því, að Ibsen skyldi velja manninum ættarnafnið Hegri? Hegr- inn er fugl! Eitthvað hlý'tur að hafa vakað fyrir honuni, þvi að enda þóti yfirleitt sé varhugavert að fara eftir upplýsingum leikritahöfunda, eink- um þegar þeir segja innan sviga til um hugarástand persónanna i þann og þann svipinn, þá er ætið hægt að treysta Henrik Ibsen í þeim efn- um. Hjá honum er ekkert orð sagi: út í bláinn — og útreikningar hans eru alltaf hárréttir. Ibsen var líka frábær stærðfræðingur. Hegri? Hegri ? ? — Og svo fór ég einn morg- un út í dýragarð. Þar var allstórt hegrabúr, og í botninum á þvi var pollur, en í miðju búrinu var eitt- hvað, sem líktist blaðlausu tré. Þar sátu tveir hegrar, alveg hreyfingar- lausir. Annar þeirra sat á jörðinni, hinn uppi í trénu. Ég stóð þarna lengi og horfði á þá og að lokum launaðist mér fyrir þolinmæði mina: Án nokk- urrar sýnilegrar orsakar flaug hegr- inn, sem sat uppi í trénu, skyndilega niður til félaga síns, sem ekki uggði að sér og stjakaði snöggt og fyrir- Hafnarhúaið Simi 5980 Símnefni: BRAKUN «¦ 40ititj.án.sso.n. skipamiðlari. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Skúlatún 6 R e y k j a v í Sími 5753. Framkvæmir: Vélaviðgerðir Yélasmíði Uppsetningar á vélum og verksmiðjum. Geruð við og gerum upp bátamótora. Smíðum enn fremur: Síldarflökunarvélar ískvarnir Rörsteypumót Holsteinavélar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.