Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 11
SAMTIÐIN manna til starfs þeirra sé næstum eitt og hið sama hvar á jörðunni, sem er. Baráttan miðar enn að því að við- halda þeirri siðmenningu, er forðum var grundvölluð á Sínaifjalli með setningu hinna 10 boðorða. 1 starfi sínu kynnist lögreglumað- urinn mörgum viðkvæmum einka- málum samborgara sinna. Hann verður því að gæta ítrustu þag- mælsku um allt nema það, sem skyld- an býður honum að semja skýrslur um eða skýra yfirmönnum sínum frá. Þessi varúð er einkar nauðsyn- leg í landi kunningsskaparins, þar sem hver þekkir annan. En þó að margt, sem kemur fram í starfi lög- reglumannsins, veki undran hans og gremju vegna óvæntrar og ótrúlegr- ar hegðunar ýmissa manna, þá reyn- ir það þó einna mest á taugarnar að vera sjónar- og heyrnarvottur að þvi, hve allt of mörg „fósturlandsins Freyja" hefur brugðizt hlutverki sínu, síðan erlent herlið fluttist inn í landið. En lögregluþjónninn verður að taka öllu, sem að höndum ber, með fullri gætni og röggsemi. Starf hans er fyrst og fremst í því fólgið að koma i veg fyrir slys og afbrot, reikna út með tilliti til fenginnar reynslu, hvað skeð getur og afstýra óhöppum. Hann verður einnig að ljósta upp um hinn seka og draga hann til fullrar á- byrgðar, þegar því er að sldpta. En afbrotamennirnir eru síður en svo ó- vinir hans, heldur fólk, sem honum er skylt að bera umhyggju fyrir og sýna alla sanngirni eins og þeim, sem honum ber að vernda í starfi sínu. Þegar á allt er litið, er lögreglu- starfið ekki þunglamalegt, tilbreyt- ingarlaust og kaldranalegt, heldur margbreytilegt. Sífellt mótast svipir þeirra manna, er leika sorgarleik af- brotanna með öllum sínum ástríðum og ömurleik, í sál Iögregluþjónsins og varðveitast þar eins og svipmót manna á plötu ljósmyndarans. Helgi frá Þórustöðum: Jóna Hjá bernskuljóðum lá þitt gamla bréf, sem lengi hafði þögnum verið gist. Ég las það í gær, því mér leiðist stundum einum. Ég las það og skildi ástir þínar fyrst. Og síðan brot af sorg í hjarta ég hef. Hvort ert þú mér um tíma og eilífð misst? Þú líkist nú í hug mér bikar hreinum, sem hafnaði ég, þó brjóst mín væru þyrst. Á járnbrautarstöð. Hann: — Við förum ekki inn í aftasta vagninn, því að bar vilja öll slysin til. Hún: — Af hverju er fólkið þá að hafa þennan aftasta vagn? Betlarinn: — Kæra frú, ég hefi ekki bragðað mat í margar vikur. Frúin: — Ágætt. Stína, vittu, hvort hann hefur lyst á hrossabuffinu frá því í vikunni, sem leið. Nýjunganna hag og háttu hafðu þér til sparnaðar. All.s staðar í lekann láttu „Lyon" vélaþéttingar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.