Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 HALLDOR STEFaNSSON forstjóri: Slysahætta af meðferð steinolíu [Vegna hinna tiðu slysa undanfarið af notkun steinoliu til að kveikja eld i eldstæðum, eða til að glæða kulnaðan eld, hefur Samtíðin komið að máli við Halldór Stefánsson forstjóra og beð- ið hann að rita stutta grein, sem verða mætti til leiðbeiningar og varnaðar i því efni.] ÞAÐ ER langoftast, að mönnum tekst að fara svo með stein- olíu til eldsneytis og Ijósmetis, að ekkert tjón eða slys hlýzt af. Mörg- um hættir þvi við, að láta það „sem vind um eyru þjóta", þótt varað sé við því, að nota steinolíu til að kveikja, eða reyna að glæða eld í eldstæðum, eða hella olíu (eða ben- síni) á lampa eða ljósker, sem ljós logar á. En þótt þetta takist á stundum áfallalaust, sem betur fer, þá verð- Ur það einnig oft að slysum og tjóni. Og það má eiga það víst, að svo lengi sem haldið verður uppteknum hætti í þessu efni, verður það áreið- anlega að slysi öðru hvoru. Til þess að fá menn til að veita aðvörunum um þetta efni meiri at- hygli og taka þær meir til greina en gert hefur verið, má ætla, að einna helzt kynni að verða til árang- Urs, að segja frá því, hvernig og hvers vegna mistökin og óhöppin koma fyrir. En til þess að skýra það og skilja verður að rifja upp eðli og eigin- leika steinolíunnar. Steinolía á það sameiginlegt við allt annað eldsneyti og eldfim efni, að hún verður að breytast í loftteg- und (gas), í þessu tilfelli steinoliu- gas, áður en hún getur logað. Til þess að eldsneyti og eldfim efni breytist i gas, þarf hita, misháan fyrir liinar ýmsu tegundir slíkra efna. Eftir því, sem minni hita þarf, eftir því er kallað, að efnið sé eld- fimara. Og því örari, sem breyting- in í gas er, því ákafari verður loginn og bruninn hraðari. Það hitastig, sem þarf til þess, að filtekið efni fari að breytast í gas og geti farið að loga (brenna), er nefnt logamark þess. Logamark góðrar (vel hreinsaðr- ar) steinolíu er talið 35—50°C. Logamark hinna verr hreinsuðu teg- unda getur farið allt niður í 22°. Af því má sjá, hversu miseldfim og mishættuleg steinolían getur ver- ið. — Beztu tegundirnar eru þó stór- lega eidfimar. Til samanburðar má geta þess, að logamark timburs er talið 300— 600 °C eftir ásigkomulagi og tegund- um; þó er talið, að tré, sem lengi hefur bakazt við hita (t. d. of nærri eldstæðum) geti farið að breytast í gas (timburgas) við nál. 100 stiga hita. Þessu næst kemur þá að því, að atliuga, af hvaða ofsökum og hvern- ig eldsupptökin og slysin verða, þeg-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.