Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.03.1943, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN manninum mat dómarans á gjörðum hans óskiljanlegt. Varð sá fyrrnefndi einatt að laka skjóta ákvörðun og framkvæma hana leiftursnöggt, en þegar til kasta dómarans kemur, er framkvæmd löng og umfangsmikii rannsókn, vitnað i fjölda lagaákvæða og reglugerða og jafnvel grafin upp aldagömul lagaákvæði, seni flestir iiafa gleyrnt. Þegar svo dómsorðið Ioks fellur gegn lögreglumanninum, finnur hann sárt til þess, að starfs- reglur lians þyrftu að vera ákveðnari og lagakrókarnir einfaldari. Fyrir mörguni. árum kom nýtt skip til Reykjavíkur. Almenningur flykkt- ist niður að höfn til að skoða það. Skipið kom óvænt og á öðrum tíma en við hafði verið húizt. Fólkið streymdi um horð, svo að hundruð- um skipti. Þeir yngstu þutu upp á stjórnpall og sumir þeirra alla leið upp í reiða. Lögreglan og yfinnenn skipsins réðu ekki við neitt. Þegar engar aðvaranir dugðu, tvísli'aði lög- reglan mannfjöldanum með kylfum til þess að afstýra yfirvofandi stór- slysi. Eftir það komst regla á, og skiptist fólkið i flokka til þess að skoða skipið ákveðinn tíma. Daginn eftir kvörtuðu nokkrir menn undan því, að lögreglan hefði barið þá að ósekju við fyrrnefnt tæki- færi. Meðal annarra kom þá maður á fund eins lögregluþjónsins og kvaðst mundu kæra hann fyrir það, að hann hefði daginn áður barið konu lians með kylfu. „Ég ætla“, sagði maður þessi, „að skrifa um þetla i blöðin, og svo skal ég sjá um, að þér verðið sviptir hnöppunum.“ Lögreglumaðurinn svaraði: „Hafi kylfan mín snert konuna yðar, þá hefur það verið óvart. En sé það rétt og liafi það orðið til þess að afstýra ]>vi, að hún færi sér að voða, þá sé ég ekkert eftir því.“ Xú leið nokkur tími, og ekki kom kæran. Þá birti dagblaðið Visir þá fregn frá Vesturheimi, að vígðir hefðu verið þar 2 nýir fljótabátar. Mannfjöldi þyrptist um borð til þess að skoða skipin. Lögreglan réð ekki við neitt, og brátt hvolfdi báðum skipunum, en fjöldi fólks drukknaði. Ivom þá umræddur maður aftur til íslenzka lögreglumannsins og þakk- aði lionum fyrir það, sem hann liafði gert á hafnarbakkanum i umrætl skipti. Hann minntist á hina erlendu fregn og sagði, um leið og hann kvaddi: „Ég bið vður afsökunar. Nú sé ég, að það þarf að hugsa fvrir fólkið og stjórna því, þó slíkt sé oft vanþakkað í bili, og þér höfðuð rétt fyrir yður.“ Þá hefur sambúðin við hið erlenda setulið og samstarfið við lögreglulið þess skapað íslenzku lögreglunni nýtt viðfangsefni. Lögreglan hefur ávallt haldið fram óskoruðum rétti sínum til að fara með án allrar íhlutunar þau mál, er varða íslenzka þegna, samkvæmt landslögum, og það er víst, að hafi nokkur misskilningur átt sér stað eða örðugleikar á fullkomnu samstarfi við setuliðslögregluna, þá er slikt löngu horfið, og nú ríkir gagnkvæmt traust milli þessara tveggja aðilja. Hvor aðilinn aðstoðar annan eftir föngum, þegar með þarf, án þess þó að blanda sér á nokkurn liátt í sérmál hins. Virðist þetta ó- tvirætt benda á, að viðhorf lögreglu-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.